Lýðræði....eða hvað....?

Ég var að lesa góða færslu Dúu á hennar bloggi þar sem hún fjallar um lýðræði. Hún tekur fyrir hugtök sem tengjast lýðveldi og gerir það geri ég ráð fyrir út frá sjónarmiði lögfræðingsins en líka af góðri dómgreind. Þó að mín niðurstaða sé ólík hennar stafar það fremur af ólíkri nálgun en ég ætla að tala aðeins um þetta fyrirbæri útfrá félagslegu sjónarmiði.

Að mínu mati getur eitthvað verið formlega rétt þótt að sé ekki í reynd virkt á þann hátt sem hugmyndafræðin ætlar því (verið róleg ég ætla ekki að vera svona flókin í framhaldinu).

Það eru margir þættir sem ráða því hvort lýðræði virki reynd fyrir hinn almenna borgara annað en að skipulag kallað er lýðræði af þeim sem vilja ekki að almenningur skynji áhrifaleysi sitt (þ.e valdahópur í klíkusamfélaginu).

Þættir sem ráða því hvort að virkt lýðræði ráði eru m.a. eftirfarandi:

Gagnsæi (andstæða leynimakks og blekkinga)

Þátttaka (andstæða skipulags sem útilokar einstaklinga frá kjarna ákvarðanatöku)

Skilvirkni (kerfi sem er lipurt og góður farvegur fyrir vilja almennings)

Orðræða (málfar og hugtakanotkun sem skilar raunverulegum skilningi til almennings þannig að hann geti staðið með sjálfum sér þegar hann beitir atkvæðisrétti sínum)

Í raun ríkir flokksræði á Íslandi því samtrygging fjórflokksins og valdamúrar sem hann hefur reist eru slíkir að almenningur hefur í raun ekkert val. Það er alveg sama hvað almenningur kýs hann fær alltaf yfir sig svikara sem hafa það að höfuðstefnu að viðhalda mismunun og vinna að hagsmunum fámenns hóps.

Þarf að hlaupa... en prjóna þessa færslu kannski áfram seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í landinu er ekki lýðræði, bara flokkavald og flokksræði.  Landið ætti ekki að kallast lýðveldið Ísland, heldur flokkaveldið Ísland.   Fyrir kosningar ætluðu ríkisstjórnarflokkarnir sko aldeilis og örugglega að bæta lýðræðið.   Síðan fyrsta daginn hafa þeir unnið við að troða okkur inn í Evrópu og þvinga glæsilega svavars-samninginn ofan í kokið á okkur.  Punktur.  Svikaflokkar. 

ElleE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta ElleE. þetta er umræða sem þarf að koma í loftið og ég er rétt að hita mig upp.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband