Leggja niður utanríkisráðuneytið

Samskipti Íslands við önnur lönd benda til þess að utanríkisráðherrar og sendiherrar séu frekar vanburða til þess að þjóna sínu hlutverki. Spurning hvort ekki sé nægilegt að hafa utanríkismál í skrifstofu í forsætisráðuneytinu.

Össur Skarphéðinsson sýnir sína eindæma málsnilld.

Í fjárlögum er gert ráð fyrir að utanríkisráðuneytið eyði 12.256.900.000 árið 2009.


mbl.is Uppstokkun í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Skil ekkert í að fólk kys þennan leiðindagaur.

Heidi Strand, 11.9.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Jakobína leggjum þetta snobb ráðuneyti niður

Finnur Bárðarson, 11.9.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jakobína:

Ég get nú varla tekið stjórnsýslufræðing alvarlega, sem kemur með slíka athugasemd. Eigum við ekki bara að leggja niður alla opinbera stjórnsýslu? Heldur þú virkilega að ekki sé verið að gera neitt í utanríkisráðuneytinu?

Ég myndi skilja ef þú bentir á sparnaðarmöguleika í utanríkisráðuneytinu, t.d lokun sendiráða í Afríku eða Asíu og sameiningu sendiráða á Norðurlöndum og í Evrópu eða hagræðingarkosti annarsstaðar í kerfinu, því þeir eru svo sannarlega fyrir hendi. En svona vanþroskaðar yfirlýsingar? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.9.2009 kl. 08:23

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Guðbjörn. Það þýðir ekkert að koma með tillögur um breytingar.

Ég veit ekki hvort það fór fram hjá þér en ég stakk upp á að skrifstofu fyrir utanríkismál í forsætisráðuneytinu.

Ef við horfum á utanríkisráðuneytið í heild og árangur þess þá held ég að niðurstaðan verði mínus tala, þ.e. ráðuneytið hefur gert meiri skaða en gagn.

Sendiherrar hafa sýnt svo ekki verður um villst að þeir eru gagnslausir þegar á reynir.

Sé ekki hvers vegna skattgreiðendur eigi að vera að halda þessu uppi þegar þeir hafa ekki hag af því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.9.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband