Það rignir eldi og brennisteini....

....í hausnum á mér þegar ég hugsa til þess að forysta sjálfstæðisflokksins gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að tefja rannsókn á glæpsamlegri hegðun bankamanna í haust.

Valtýr Sigurðsson sem átti að athuga hvort grunur væri um eitthvað refsivert fann auðvitað ekki neitt enda faðir einhvers rétt eins og Björn Bjarnason var tengdafaðir einhvers og Björgvin G mágur einhvers og Geir stjúpfaðir einhvers og Þorgerður Katrín eiginkona einhvers.....ekki skulum við gleyma endurskoðendunum sem voru feður og frændur eða hvortveggja...Öll þessi flækja hefur á sér yfirbragð glæpamafíu sem forysta sjálfstæðisflokks, samfylkingar og framsóknar var flækt í.

Bankarnir hrundu í október en rannsóknin hófst í febrúar, fjórum mánuðum síðar eða um það leyti ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar féll. Trúlega hefði þessi rannsókn ekki skilað miklu ef ekki væri fyrir þrautseigju Evu Joly sem ekki lætur ríkisstjórnina og eftirlitsaðila ekki ráðskast með rannsóknina með alls konar hindrunun en slíkir tilburðir hafa verið nokkuð áberandi.

Ólafur Hauksson telur að málin sem komi til rannsóknar eigi eftir að verða um 60 til 70. Björn Bjarnason ætlaði að setja nokkra menn í að rannsaka þetta.

Gylfi Arnbjörnsson er flæktur í Tortólaskúffufyrirtækjabransann. Bæði Árni Páll og Guðbjartur Hannesson sátu í bankaráðum og stjórnum og föttuðu auðvitað ekkert hvað var að gerst Sick.

Ári eftir hrun virðast menn loksins vera að átta sig á að um ALVARLEGA glæpastarfsemi var að ræða.

Samfylkingin er upp fyrir haus í þátttöku í sukkinu enda hafa fáir sem ekki vildu þiggja mútur eða láta glepjast af gylliboðum og vinagreiðum við eiginmenn eða ættingja átt upp á pallborðið.

Hvernig er ríkisstjórin að redda þessari ringulreið?

Jú snillingarnir Steingrímur og Svavar fóru til Bretlands og skrifuðu upp á víxil fyrir skuldum Björgólfanna.

Almenningur á að borga fyrir sukkið og enn sitja þessir sömu aðilar við kjötkatlanna.

Þjóðin hefur krafist þess að fá að skrifa sína eigin stjórnarskrá ÁN AÐKOMU ÞINGMANNA.

Landið nær aldrei að rísa upp úr því öngþveiti sem stjórnmálamenn hafa komið því í. Það þurfa aðrir aðilar að koma aðhaldi á stjórnmálin.

SKRIFIÐ YKKUR Á LISTA Á FACEBOOK

Þjóðin móti sína stjórnarskrá

hér


mbl.is Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég er svo lélegur pappír að ég hef aldrei skráð mig á neitt á fésbókinni.  Ég nenni ekki að hanga þar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2009 kl. 01:11

2 identicon

Sæl, Jakobína.

Flottur pistill.

og ég vildi að það væri hægt að gera eina stóra

úttekt á öllu SVÍNARÍNU.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 02:17

3 identicon

Slagari frá sönnum sjálfst.manni rétt eftir hrun "Við skulum ekki persónugera vandann"....gubb...

Björn.

Bon Scott (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 02:59

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.

Þetta er frekar ósanngjörn lýsing hjá þér.

Ekki gleyma því að Björn Bjarnason var tilbúinn með frumvarp um sérstakan saksóknara og rannsóknarnefnd þingsins síðari hluta október 2008 og byrjun nóvember, en viti menn = að beiðni  SAMFYLKINGARINNAR var beðið með að leggja þessi frumvörp fram. Menn ættu frekar að spyrja hvers vegna SF vildi ekki koma þessu af stað ? Áttu geislaBAUGSfeðgar eftir að leggja blessun sína yfir þetta ?

Aðspurður um hvort að fjármunir þeir sem ríkisstjórnin lagði til hliðar í þetta embætti myndu duga í alla rannsóknarvinnuna sem þyrfti til að koma þessu almennilega á koppinn, sagði Björn að hann myndi leggja eins mikla peninga til viðbótar í þessa rannsókn og þyrfti til´. Ástæðuna sagði hann vera að ekki skyldi láta neinum steini óvelt við til að allt komi fram í dagsljósið og sjálfsagt væri að fá til verksins erlenda óvilhalla sérfræðinga í slíkum rannsóknum.

Verum þess minnug að þegar þeiur geislaBAUGSfeðgar hringdu um miðja nótt þá kom ráðherra hlaupandi með lafandi tungu til húsbónda síns þegar var verið að ákveða yfirtöku á Glitni var það ekki ? Já ráðherrann kom hlaupandi heim til geislaBAUGSfeðganna. Víðast hvar í heiminum eru hlutverkin öfugt við þetta, þ.e.a.s. þegar ráðherra hringir þá koma menn hlaupandi þangað sem ráðherrann diktaterar.

Sömuleiðis lagði Geir Haarde til að endurskipuleggja Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið og kæmi sú endurskipulagning til framkvæmda í febrúar 2009 eftir að rannsóknarnefnd erlendra sérfræðinga í bland við innlenda sem hann fékk til verksins væri búin að skila skýrslu um hvað mætti betur fara hjá þessum stofnunum. Til að koma enn frekar til móts við SF þá var Geir í þessu  samhengi búinn að semja um starfslok Davíðs um leið og ný skipan tæki við. Þessu var einnig öllu slegið á frest einnig að beiðni SF. Hver skyldi ástæðan vera ?


Við skulum ekki falla í sömu freistni og Björgólfur eldri sem reyndi að endurskrifa söguna í Hafskipsmálinu eftirá, bara til að sagan endurskrifuð henti betur hugsunum og vilja okkar.

Hafa skal það er sannara reynist eins og Ari hinn fróði Þorgilsson kenndi í Íslendingabók hinni fornu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.9.2009 kl. 03:35

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta með að persóngera ekki vandann , var auðvitað sagt af forsætisráðherra í ljósi þess að í stað þess að beina heift að einstaka mönnum í upphafi rannsóknar væri ekki rétt. Leiða þyrfti fram sannleikann í málinu og beina síðan refsivendi laga opg réttar að þeim sem raunverulega bera sök eftir að rannsókn sérfræðinga væri búin að fara yfir öll mál og fá niðurstöðu um sektargrun sem mætti ákæra fyrir. Hann vildi að ríkisstjórnin og fólkið ðío landinu beimdu kröftum sínum í að byggja upp og forða frekari vanda í stað þess að urra og gelta í og á alla hvort sem þeir sem gelt væri að væru sekir eður saklausir.

 Gestaþrautin að ofan : hver var ráðherrann sem kom hlaupandi til húsbænda sinna um miðja nótt þegar hringt var : Jú Björgvin bankamálaráðherra í SF.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.9.2009 kl. 03:41

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jakobína:

Þetta var yfirvegaður og góður pistill og algjörlega "to the point"! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.9.2009 kl. 08:30

7 identicon

Ég þekki þenan mann Gylfa ekki en sá viðbrögð hans þegar púað var á hann á Austurvelli . Hann hunsaði það.  Var dónalegur og ónærgætinn.

Það vantar einlægni í Gylfa.

Forsvarsmaður lítilmagnans á að vera yfir allan grun hafinn og þessi tengsl eru með öllu óviðunnandi.

Ég kommentaði aðeins á drenginn hér m.a. varðandi umsögn hans um Icesave, samkrull “verkalýðs-forystu-manna” ASÍ við atvinnurekendur og fleira. Allt ber að sama brunni.

Hann á að taka pokann sinn.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband