Bretar og Hollendingar hafa í raun hafnað ríkisábyrgðinni

Varla ætlast Bretar og Hollendingar

til þess að Alþingi Íslendinga

fari að gerast senditík fyrir þá

Alþingi Íslendinga samþykkti ríkisábyrgði með fyrirvörum sem nú eru bundnir í landslög. Alþingi Íslendinga er elsta stofnun sinnar tegundar og það er særandi að horfa upp á stjórnmálamenn líta hlutverk hennar léttvægum augum.

Ef Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon fara fram á það við Alþingi að það semji lög að fyrirskipun Breta og Hollendinga er það vanhelgun á Alþingi og niðurlæging fyrir þjóðina.

Bretar hafa einfaldlega hafnað ríkisábyrgðinni. Ekki veit ég hvort ráðherrarnir eru tilbúnir til þess að gerast senditíkur Breta og Hollendinga en í guðanna bænum losið þjóðina við þá niðurlægingu að gera Alþingi ómerkilegu apparati þeirra.


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar búa að meningararfi eldri en Hómer. EU eru sameining menningararfleiða frá Rómverjum hreinum rasistum þar sem allir að undanskildum civis Rómanus [Rómverkum stórborgurum] voru  þrælar sem farið var með eins og skepnur og Hitler eins og engill í samanburði hvað varðaði slátranir. Þeir komu frá Alexendar sem tók upp Persneska hugmyndir um viðbjóðinn þjóðarlíkama þar sem fólk lifir í maurasamfélagsformi eða býflugna. Breytingar eftir regluverkið eru greinlega að skila sér á Íslandi.

Ennþá meiri niðurlæging. Það er komið nóg.

Júlíus Björnsson, 18.9.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband