Merkilegt rugl

Samfylkingin og Steingrímur halda því fram að allt fari í steik ef Íslendingar skrifi ekki upp á 1.000 milljarða víxil Breta og Hollendinga.

Ef ekki, þá fáum við engin lán segja þau.

En bíðum nú við það er alltaf hægt að fá lán. Spurningin er bara hvað kosta lánin.

Það þarf verulega óupplýstan einstakling til þess að halda því fram að ekki sé hægt að afla lána fyrir gjaldeyrisvaraforða fyrir minna en 1.000 milljarða.

það þarf líka verulegan einfeldning til þess að trúa því að aðrar þjóðir treysti Íslendingum betur ef þeir láti plata sig til þess að skrifa upp á Icesave. Enda skammast ég mín fyrir að vera af sama þjóðerni og ríkisstjórnin um þessar mundir.

Það gengur illa í Lettlandi en Ísland er þó mun verr statt.

Hvenær fattar þjóðin hvað er í gangi?


mbl.is Rússalán innan seilingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er annars merkilegt hvernig þau fá fólk til að trúa þessari þvælu?

Sigurður Þórðarson, 20.9.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Offari

Mér leist vel á Steingrím þegar hann sagði að við ættum að vinna okkur út úr þessu án lántöku. 

Offari, 21.9.2009 kl. 00:12

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvaða Steingrímur var það?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.9.2009 kl. 00:17

4 identicon

Vil ekki meiri lán.. það er bara ólán.

Björg F (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var sorglegt að horfa á þessa frétt frá Lettlandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.9.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband