Hvers vegna var samið um Icesave fyrir luktum dyrum: dirty laundry?

Góður pistill um furðulega atburðarás Icesave-málsins:

Næsta spurningin hlýtur því að vera sú afhverju íslensk stjórnvöld myndu ekki vilja nánari skoðun á málinu? Íslensk stjórnvöld vilja greinilega af einhverjum sökum forðast langvinna, opinbera og ítarlega úrvinnslu á ástæðum og aðstæðum bankahrunsins, á borð þá sem yrði raunin í alþjóðlegu dómsmáli. Gleymum því ekki að margir núverandi eða fyrrum stjórnmálamenn og viðskiptamenn myndu þurfa að gefa eiðsvarnar yfirlýsingar og þola mun nána skoðun af mjög færum erlendum málafærslumönnum. Maður hlýtur að spyrja sig hvort að hvöt einhverra sé að forða sér eða sínum frá því að þurfa að fremja meinsæri eða hljóta alþjóðlega niðurlægingu sem fylgir því að vera flett ofan af sem spilltum stjórnmálamanni eða viðskiptamanni sem kom þjóð sinni á kúpuna?

Hvet fólk til þess að lesa þennan pistil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kaffistofuumræðan

Get því miður ekki lesið pistilinn þar sem ég þarf að vera innskráður sem kreppan. Vonast til að sjá hann fljótlega.

Kaffistofuumræðan, 23.9.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góð spurning - ég hef einmitt velt því fyrir mér, hve langt óeðlileg samskipti Samfó og X-D við bankana gengu, á síðasta kjörtímabili. Gæti það farið þannig, að stjórnmálamenn, þyrftu að dúsa í fangelsi, ef raunverulega væri velt upp öllum steinum?

Vitað að eiginmaður varaformanns X-D, fékk afskrifað nær 800 milljóna kúlulán. Hversu mikið ljótara er þ.s. ekki hefur enn komist í hámæli?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Úps ég skal laga linkinn...

Einar Björn við vitum ekki hvað við vitum ekki.

Eihverra hluta vegna gat Árni Tómasson kúgað yfirvöld til þess að láta sig sitja áfram yfir skilanefnd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.9.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm, "blackmail" er ævaforn aðferð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband