Æðruleysi og lýðskrum

Fyrstu viðbrögð við bankahruninu var að fólk úr valdaklíkunni geistist fram á völlin og hvatti fólk til þess að sýna æðruleysi og varaði við lýðsskrumurum.

Sóðaskapur, blekkingar og siðleysi blöstu við almenningi þegar bankarnir hrundu.

Nornaveiðar, ekki persónugera og "ber ekki ábyrgð" voru viðtekin hugtök og fólk varað við að leita sökudólga.

Ekki mátti fólk vera reitt. Nei nei reiði rífur niður sögðu stjórnvöld en hver er valkosturinn við reiði þegar menn hafa valtað yfir samfélagið með sláttuvél eyðileggingar. Jú ef fólk verður ekki reitt þá verður það bugað, biturt eða dofið.

Hamingjan felst ekki sjálfsblekkingum.

Því skulum við bara vera öskurreið og berjast gegn þessum andskota, þöggun, blekkingum og leynimakki sem eru valdatæki elítunnar sem vill komast upp með að koma afleiðingum hrunsins yfir þá sem eru saklausir en verja sökudólganna.

Fyrstu mánuðurnir eftir hrun einkenndust af stöðugum áróðri til þess að koma inn sektarkennd hjá fólki. Sumt af því sem kom fram í fjölmiðlu var ótrúlega heimskulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband