Mútur á Íslandi...zero tolerance?

Mútur er orð sem Íslendingar taka sér sjaldan í munn enda menn ekki verið sérlega framtakssamir við að skilgreina hvað telst eðlileg gjöf og hvenær gjafmildin fer að teljast óumdeilanlega mútur.

Ekki eru þó íslenskir stjórnmála og embættismenn alveg tilbúnir til að upplýsa fyrir samstarfsaðilum í Evrópu hvað telst "eðlilegt" á Íslandi.

Ég rakst á þessa skemmtilegu klausu í GRECO skýrslu í dómsmálaráðuneytinu:

Although the officials met stressed that in Iceland there is a culture of zero tolerance to bribes they indicated that minimum gifts, gifts of a very low value or socially acceptible gifts falll outside the scope of application of the relevant bribery provisions.

þessi skýrsla er skrifuð í apríl 2008 en kannski voru embættismenn ekki búnir að fatta þá hvað þeir voru spilltir.

Saving Iceland hefur fjallað um ásakanir á hendur Alcoa um mútugreiðslur.

Þá er ógleymanleg umfjöllun um tugi milljóna greiðslur til sjálfstæðisflokks og samfylkingar frá hagsmunaaðilum í fjármálakerfinu árið 2006.

Svo eru hér gamlar fréttir af spillingu Impregilo...Impregilo is currently embroiled in trials in Lesotho, where South African consultant Jacobus du Plooy has pleaded guilty to paying bribes of £225,000 to the Lesotho Highlands Water Project.

Samkvæmt skilgreiningu wikipedia gengur allt íslenska stjórnsýslukerfið fyrir mútum. Ráðningar eru jú yfirleytt klíkuráðningar og þá þakklætisvottur eða stofnun á inneignargreiða við einhvern ættingja. Hegðun af þessu tagi telst eðlileg meðal íslenskra stjórnmála- og embættismanna.

Hvað eru mútur:

Wikipedia: The bribe is the gift bestowed to influence the recipient's conduct. It may be any money, good, right in action, property, preferment, privilege, emolument, object of value, advantage, or merely a promise or undertaking to induce or influence the action, vote, or influence of a person in an official or public capacity.


mbl.is Ráðast gegn bankabónusum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin þáði 45 milljónir frá félögum og einstaklingum 2006.  Allt þetta fyrir utan blóðtökuna úr sjóðum ríkissjóðs.

Núvirði um 60 milljónir. 

Hvað er hægt að kalla tugmilljónastyrk frá örfáum grúppum (þm.t. Baugsgruppunni)  til eins stjórnmálaflokks (Samfylkingarinnar) - annað en mútur.  (Stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins - fulltrúar og strengjabrúður auðvaldsins  - eru ekki til umræðu hér enda skýrt hvernig öllu er háttað þar á bæ og eru þeir ekkert að fela).

Enda höfum við og erum nú að sjá afleiðingar þess í starfi Samfylkingarinnar og hvernig augljóslega er haldið hlífisskyldi yfir þessum ógæfumönnum.

Það er með ólíkindum hvað stjórnmálamenn telja sig komast upp með á þessum tímum. Dæmi um það er sú staðreynd að einn aðal hrunarinn meðal stjórnmálamanna, og hvers hrunsíða var rifin niður, vermir enn og áfram stól á alþingi. Jú það er með ólíkindum - en - trikkið er "FjórFLokkurinn", hann sér um sína.

Armurinn (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað heldur þú að þeir hafi fengið mikla peninga sem ekki voru færðir í bókhald?

Sigurður Þórðarson, 26.9.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband