Æi litli sveitamaðurinn farinn á stúfanna

Það er gott að vita af því að Össur bregði sér út fyrir landssteinanna og ræði fyrirvara á "nauðunginni" við kvalara sína. Hann hefur örugglega bugtað sig og beygt og kallað þessa vini sína Dave og Max.

Hann hefur sennilega ekki skýrt fyrir vinum sínum Max og Dave að nauðungin kostar meðal fjölskyldu á Íslandi um 8 milljónir. Honum hefur kannski láðst að útskýra hvernig hann  ætli að blóðmjólka almenning á Íslandi til þess að ná þessu af honum á nokkrum árum.

Ætli hann hafi út skýrt fyrir Max og Dave að Icesave-skuldirnar eru skuldir Björgólfs Thors sem stofnaði til þeirra.

Kannski hefur Össur ekki fattað það ennþá eða þá þykir honum kannski sérlega vænt um Björgólf Thor.


mbl.is Össur fundaði vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að hlutirnir eru farnir að skýrast.

Nú þarf "rústabjörgunarliðið" að krafsa í bakkann og láta niðurlægja íslensku þjóðina enn meir.

Í mínum huga er eftirfarandi alveg skýrt:

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa í sameiningu komið í veg fyrir að þetta ömurlega Icesave mál fór í eðillegan farveg, sem er dómstólaleið.

Hér er augljóslega við ofurefli að etja og við þurfum aukið vægi sem dómstóll gefur okkur. Ég hef margoft bloggað um þetta.

Hér var og er um viðskiptaskuldir einstaklinga (eigenda og yfirstjórnenda Landsbankans) að ræða við erlenda innistæðueigendur. Búið er að gera þessa að pólíitísku úrlausnarefni undir forystu vanhæfra og gerspilltra stjórnmálamanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.

Skömm þessara manna og kvenna sem er mikil verður nú skráð til eilífðarnóns í Íslandssöguna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég spurði, landshöfðingja AGS, Rozwadowski hvort honum fyndist það "good policy" að láta velferðarkerfið borga einkaskuldir.

Hann neitaði að svara spurningunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.9.2009 kl. 12:18

3 identicon

Spurningin er eðlileg og sanngjörn.

Landshöfðinginn Franek Rozwadowski  er þá greinilega ókurteis og ónærgætinn maður.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband