Össur bregst hörmulega...blekkingar um skelfilega stöðu íslensku þjóðarinnar

Eftirfarandi athugasemd birtist á blogginu mínu um frammistöðu Össurar Skarphéðinssonar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna:

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gera umheiminum grein fyrir skelfilegri stöðu íslensku þjóðarinnar.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig stórveldi hafa kúgað og kúga enn íslensku þjóðina.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja frá því að Íslendingum er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengur erinda "fjármagnseigenda" gegn hagsmunum þjóðarinnar sem sjóðurinn gefur sig út fyrir að vera að aðstoða.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja að það blasir við Íslendingum að loka spítölum og skólum, að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og þegar er staðreynd í Lettlandi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að lýsa birtingarmynd efnahagskreppunnar á vestrænt þjóðfélag.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig fámennt samfélag er að missa sérfræðinga sína hvern af öðrum úr landi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gagnrýna hvernig stórþjóðir völdu að leggjast af öllu afli gegn saklausri þjóð til að verja bankakerfi heimsins með sérstakri áherslu á bankakerfi Evrópusambandsins.

Að lokinni þessari ræðu sinni sem er mjög ámælisverð er viðhlítandi að utanríkisráðherrann biðji íslensku þjóðina fyrirgefningar á því að segja stöðu þjóðarinnar betri en hún er og fela þar með sannleikann fyrir umheiminum og gera lítið úr erfiðri stöðu þolenda fjárglæframanna og óhæfra stjórnmálamanna.

Forsætisráðherrann, flokkssystir utanríkisráðherrans, á að skýra þá furðulegu hegðun sína að tala um málefni allrar þjóðarinnar á fundi flokks síns. Þjóðin á ekki að þufa að fylgjast með einkasamkomum Samfylkingarinnar til að vita hvað forsætisráðherrann er að sýsla í málefnum þjóðarinnar allrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þessi herhvöt Helgu verður að fá hljóma um allt samfélagið.

Það þarf flokksblindu af áður óþekktri stærðargráðu til að fólk skilji ekki inntak orða hennar.

Hafið þið báðar þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 21:29

2 Smámynd:

Mikið rétt. Þetta stjórnarlið Samfylkingar er algerlega úr takti við þjóðina.

, 27.9.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband