2009-09-28
Sparifé landsmanna í hítina
Nú fara um fjölmiðlanna nafnlausar fréttir af því hvernig sparifé landsmanna skuli ráðstafað í óarðbær verkefni.
Í hverra þágu eru þessi verkefni? Ekki eiganda fjárins svo mikið er víst.
Fé án hirðis sagði ágætur maður eitt sinn. Stjórnvöld á Íslandi virðast leggja þann skilning í orðið hirðir að hann sé sá sem hirðir annarra manna fé.
Uppbygging nýs háskólasjúkrahúss er ekki verkefni launþega í landinu né heldur á það að koma í þeirra hlut að fjármagna það með sparnaði sínum. Launþegar og fyrrverandi launþegar virðast eiga taka á sig endalausar byrðar. Atvinnumissir, launalækkun, hækkun gjalda, verðhækkanir, skuldirnar vaxa og vaxa, vextir hækka og nú að að vaða með lúkurnar í sparnað þeirra til elliáranna til þess að styrkja byggingarverktaka sem áttu góðan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn.
Níu manna hópur stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðanna fundar nú með fjármálaráðuneyti.
Á fundinum voru ræddar tillögur um aðkomu lífeyrissjóðanna að uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fundurinn hafi verið haldinn að frumkvæði fjármálaráðuneytisins.
Samkvæmt kjarasamningum í sumar stóð til að ljúka þessum viðræðum fyrir 1. september en það hafðist ekki.
Er það í kjarasamningum að launþegar eigi að fjármagna bygginu sjúkrahúsa? Hverjir fá síðan aðgang að þessum sjúkrahúsum í hallærinu? Það er ekki allir sem hafa bolmagn til þess að greiða hækkandi þjónustugjöld.
Byggingariðnaðurinn var belgdur út í fasteignabólunni. Nú ætlar fjármálaráðherran að viðhalda þessum ofvexti með því að eyða sparnaði landsmanna í mannvirki af ýmsum toga. Munið, þetta eru ykkar peningar. Það sem ÞIÐ hafið lagt fyrir til elliáranna. Þegar þið gangið að tómum sjóðunum er þá líklegt að þið munið gleðjast? Gleðjast yfir því að á Íslandi hefur tekist að viðhalda stærstu stétt byggingarverkamanna á byggðu bóli?
Verð ég sökuð um að vera hrædd við útlendinga eða þaðan af verra þegar ég spyr hvort að ódýrt vinnuafl sem byggingarverktakar fluttu inn bíði nú frekari misnotkunar á atvinnuleysisskrá?
Hverjir eru hinir níu sem funda nú með fjármálaráðuneyti um að misnota sparnað landsmanna? Hvers vegna bera þeir ekki nöfn? Hefur þeim verið veitt umboð af eigendum sparnaðarins til þess að halda uppi atvinnu fyrir byggingarverktaka með sparifé þeirra?
Hafa t.d. konur sem eru að missa vinnuna í umönnunarstörfum verið spurðar hvort þær vilji verja sparnaði sínum til þess að halda uppi atvinnustigi karla í byggingariðnaði og skila arði til byggingarverktaka sem eru búnir að græða milljarða á fasteignabólunni?
Já hverjir eru þessir níu og hvernig hafa þeir fengið þetta umboð. Eru þetta allt karlmenn?
Verkefnið sem á að sóa sparnaði landsmanna í með þessum hætti er eitt fjölmargra dæma um verkefni sem skila ekki tekjum að loknum framkvæmdum. Það er verið að draga saman seglin á Landsspítalanum og því spurning hvers vegna þarf að stækk húsnæðið NÚNA!
Göng, vegir og orkusjóðir eru fleiri dæmi um hvað á að sóa sparnaði landsmann í. Þessi uppbygging þjónar byggingarverktökum og stóriðjunni og arðurinn af þessum framkvæmdum mun renna úr landi en eigendur sparifjárins sitja uppi með sárt ennið þegar ríkissjóður verður gjaldþrota og getur ekki endurgreitt lífeyrissjóðunum. Sparnaður launþega mun þá hafa lent á kennitöluflakki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.