Nei það má alls ekki fresta þessari nauðung

Icesave "samningurinn" er afrakstur hótanna, samsæris milli Breta, Hollending, ESB og ASG, áróðurs, lyga, rökleysu, siðleysis og nauðungar.

Afleiðingarnar af Icesave er blóðtaka úr Íslensku efnahagskerfi sem mun leiða til stöðnunar, fátæktar, landsflótta og útrýmingu íslenskar þjóðmenningar. Ísland mun verða skattanýlenda Breta, gullnáma þeirra rétt eins og þeir áttu námur í gömlu nýlendunum...og afkomendur okkar skuldaþrælar. Trúlega munu 60% til 70% komandi kynslóða lifa í fátækt og eymd.

Þessa ráðs vilja stjórnmálamenn grípa til

 til þess að leysa skammtímavandamál ríkisstjórnarinnar

helst fyrir næstu helgi eða í síðasta lagi á mánudag....

Hvað segir þeir næst....

já og svo þarf ég að láta gera við handlaugina á baðinu fyrir miðvikudag.

Eigum við ekki bara að kalla þetta súrrealískt eina ferðina enn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Hvernig skyldi Jóhanna hafa reiknað út skuldaþolið sem hún talar um??  

Nú er Árni féló nýbúinn að áætla hvað venjuleg fjölskylda þarf til að skrimta og umfram það á að fara í hina tilbúnu skuldahít bankanna.  Var þetta skuldaþol samreiknað, eða gert í sitt hvoru lagi eins og er lenskan hér á landi, sbr. fréttina í Mogganum um að Seðlabankinn og Forsætisráðuneytið hefði ekki talast við í aðdraganda bankahrunsins.

Endum við kannski í 110% skuldaálagi????

Aumingja Vinstrafólkið sem maður hittir.  Það gengur með hausinn niður í maga, tuldrandi; "við látum ekki kúga okkur" og er þá að meina að þingflokkur þess samþykki Nauðungina af fúsum og frjálsum vilja en ekki vegna svipuhögga Jóhönnu.

Það verður mjög gaman, svona fyrir áhugamenn um pólitík, að sjá hvernig Ögmundi tekst að útskýra undanhald sitt í þessu máli.

Ætli hann grípi tilvitnun í Stein Steinar, "Undanhald samkvæmt áætlun".

En við erum öll á sýru, það er ekki vafi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 08:45

2 identicon

Jakobína, Ómar.  

Það er með ólíkindum að enn skuli finnast fólk sem ver yfirganginn gegn Alþingi og almenningi.  Þarna eru nokkur comment í pistli Guðmundar:

http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/956719/

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:55

3 identicon

Ríkisstjórnin hefur ekki enn lagt fram greiðsluáætlun vegna Icesave.

Helga (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Magnús, nafni minn Valdimarsson, Jón Ingi og Gísli, og stundum hann Andri, þeir verja stjórnina, og þá sérstaklega Samfylkinguna, út í eitt.

Þeir eru að mörgu leyti andstaða mín, ég reyni alltaf að finna fleti á öllum fréttum til að höggva að ríkisstjórnarflokkunum, og stafar það af andúð minni á ICEsave, en þeir blessaðir þurfa ekki mikið, til að slá því upp sem aðgöngumiða að himnaríki.

Ég vona það þeirra vegna, að þeir fái einhvern tímann, umbun síns erfiðis.  Þó þykir mér alltaf vænst um Jón Frímann, þjáningarbróður minn.  

En ég tek ekki mark á þessum mönnum, stundum reyndar Andra, en hagsmunir þjóðarinnar leyfa það ekki.  Þetta er bara eins og fólkið sem sagði að Auswitch væri ekki slæmur staður því "Vinnan gerir mann frjálsan" og það veitti ekki af að láta gyðingana vinna. 

Þeir eru eins og sagt er verkur í rassi, en þeir hafa örugglega sömu skoðun á okkur.

En við höfum rétt fyrir okkur, í því liggur diffinn.  Og réttlætið er okkar meginn, þó það þurfi vissulega að passa vel upp á það smjúgi ekki okkur úr greipum.

En stjórnin er fallinn.  Fékk hugljómun og bloggaði um það áðan.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 10:29

5 identicon

Gott, Ómar.   Andri hefur komið með fullt af góðum punktum lengi en ver Icesave og það hef ég aldrei getað skilið.  Og er því mest hissa á honum af öllum sem þú nefndir.  Honum finnst við geta samið seinna.   Maður semur ekkert eftir neina undirskrift, og það við Breta og Hollendinga?  Hann veit um mína skoðun, hef sagt honum það og er ekki að baktala hann.  Gunnlaugur ver líka Evrópu-fylkinguna út í eitt, enda þaðan.  Og Icesave:
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/955760/

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þessar hugleiðingar hjá mér komu eftir að ég kíkti á það sem þú varst að vísa í.

Ég taldi mig ekki vera baktala einn eða neinn, lýsti bara minni skoðun að ég ætti ekki von á öðru frá þessum mönnum.  Og tek ekki mark á því.

En Andri er mjög hættulegur því hann er málefnalegur, en kemst alltaf af sömu niðurstöðunni, og það gegn rökum málsins.  En daginn sem hann hættir að bendla mig við fantana í Íran, þá skal ég horfa á hann með víðara samhengi.   Og mér finnst mjög gaman að rökræða við hann og allt það, en það eru 1.000 milljarðar undir, sem eiga að lenda á börnunum mínum.   Þannig að það má ekki vera nein miskunn hjá Gvendi.

Og við höfðum sigur, stjórnin er fallin.  Hún kemur ekki neinum lögbrotum í gegn héðan af.

Og núna riðlast fylkingar, hver veit um sinn næsta sessunaut í næstu átökum?

Já, þetta hafðist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar

Það er komið í ljós hvernig Ögmundur snýr sér út úr þessu. Augljóst að við getum treyst honum.

Kveðja

Jakobína

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2009 kl. 13:20

8 identicon

Ómar, þú varst ekki að baktala neinn.   Og Andra er skömmin að styðja Icesave-fjárkúgunina og ætla að rökstyðja þá fásinnu að skrifa undir núna og semja seinna.   Það eru engin rök fyrir fjárkúgun.   Það gerir hann jú hættulegri en hina að hann er rökfastur.   Og hvað sem ég kann vel við mann get ég ekki bakkað það upp. Styð þig í þessu. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband