Einræði valdaklíkunnar

Þessi frétt dregur fram valdaleysi þingsins gagnvart fámennum hópi stjórnarliða og embættismönnum.

Í kjölfar bankahrunsins komu upp háværar raddir um breytingar í stjórnarfari Íslands. Bankahrunið afhjúpaði mjög alvarlega hnökra á stjórnarfari Íslands og ágalla á stjórnsýslunni.

Umræða vaknaði um stjórnlagaþing sem skipað væri einstaklingum óháðum stjórnmálum og stjórnsýslu sem móta skyldu nýja stjórnarskrá sem hefði hagsmuni almennings í landinu í fyrirrúmi.

Almenningur lifir eftir reglum sem aðrir setja, þ.e. kjörnir fulltrúar. Það þarf að tryggja það í stjórnarskrá fullvalda lýðveldis að reglurnar séu settar með almenna velferð almennings í huga.800px-gothafossoverview_911911

Fyrir kosningar vorið 2009 voru gefin kosningaloforð um stjórnlagaþing.

 

 

 

Í meðferð stjórnmálamanna breyttist hugmyndin um stjórnlagaþing í ráðgefandi fyrirbæri sem enn gefur stjórnmálamönnum færi á að eyðileggja tilraunir til lýðræðisumbóta.

Breytingar á stjórnarskrá sem tryggðu breytingum á henni þjóðaratkvæðagreiðslu voru ekki settar fyrir kosningar þannig að þær hlytu gildi í Alþingiskosningum árið 2009.

Að loknum kosningum var stjórnlagaþingi frestað og ákveðið að það skyldi eingöngu ráðgefandi en stjórnarskrárbreytingar á forræði Alþingismanna.

Breytinga sem þjóna bættri samfélagsgerð, auknum mannréttindum og réttlátu samfélagi er ekki að vænta nema þjóðin taki sér forræði yfir stjórnarskránni.

Það er verið að safna undirskriftum fólks sem vill að

stjórnlagaþingið verði á forræði fólksins í landinu.

Að þjóðin setji stjórnmálamönnum skilmála til þess að starfa eftir.

http://framtidislands.is/


mbl.is 184 stjórnarfrumvörp boðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband