2009-10-07
Lán frá Noregi raunhæfur möguleiki
Mér hefur fundist umfjöllunin um lánsvilja Norðmanna mjög furðuleg svo ég ákvað að kanna málið sjálf (vera opin) í stað þess að trúa því sem fjölmiðlar hér matreiða.
Ég hlustaði á Per Olaf Lunteigen fullyrða það að vilji Norðmanna fyrir lánveitingu væri fyrir hendi en síðan hlustaði ég á viðbrögð Steingríms sem talaði eins og töffari þegar hann var spurður að því hvort Norðmenn vildu lána utanvið skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ja sagði Steingrímur hinn norski kollegi minn (fjármálaráðherran Halvorsen) er nú upptekin við að mynda ríkisstjórn en ég get nú haft samband við hana ...og Jóhanna við Stoltenberg.
Furðulegt svar. Jóhönnu Sigurðardóttir fannst í vor að það væri nauðsynlegt að senda inn formlega umsókn um ESB til þess að kanna hvað væri í boði...en hvers vegna þarf ekki að senda inn formlega beiðni um lán til Norðmanna til þess að kanna hvað er í boði. Síðan heyrði ég umfjöllun í ríkisútvarpinu í gær þar sem dregið var úr trúverðugleika Lundteigen.
Þess vegna skrifaði ég norska blaðamanninum til þess að kanna þetta mál betur og fá skýrari svör.
Norski blaðamaðurinn kannaðist við málið og gaf mér eftirfarandi svör:
Lundteigen is due to my opinion a very solid politician, but he i straight forward and sometimes controversial.
In this matter, he has his party behind him. The Centre party is in the coalition government with SV (sister party of VG) and Arbeiderpartiet (socialdemocrats).
And the thing is that the two other parties don't support Centre party's wish to give this loan. Lundteigen stresses, however, that this is an issue that his party can promise support - but the initiative must come from the Icelandic government. It is up to them to tell Norway that they would like to ask for a loan.
Such question, as far as I know, has not been raised. It seems that the Icelandic government (minus Ögmundur) is more interested in the IMF/Icesave-track - of reasons I don't understand.
The statement that Kristin Halvorsen (SV) has been busy to form a government, is a cover up for the reality, that she so far has been (and I don't understand why a SV-VG-politician should be) very negative to such a loan
In Norway I think the political approach to a loan to Iceland would be different if Iceland in fact put the question on the table. And the biggest opposition party, the rightwing Fremmskrittspartiet, has already stated in ABC Nyheter that they warmly support a loan to Iceland.
Í ágúst voru norskir stjórnmálamenn farnir að gefa yfirlýsingar í norskum dagblöðum að Norðmenn yrðu að aðstoða Ísland:
- Norge må nå finne en måte å få gitt den avtalte økonomiske støtte til Island, og ikke vente lenger!
Det sier Morten Høglund etter oppslaget i ABC Nyheter tidligere i dag om at Norge bidrar til å forhale utbetalingene av hardt tiltrengte lån til vår kriserammede nabostat.
Hér eru nokkrar greinar í ABC-Nyheter:
http://www.abcnyheter.no/node/96710
http://www.abcnyheter.no/node/93643
http://www.abcnyheter.no/node/93729
http://www.abcnyheter.no/node/93714
http://www.abcnyheter.no/node/93618
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 13:00
Þetta er athyglisvert. Snjallt hjá þér að spyrja bara blaðamanninn. Af hverju ætli engin íslenskur blaðamaður hafi haft hugmyndflug í það?
Getur verið að afstaða SV og Arbeiderpartiet sé pöntuð frá Íslandi?
Steingrímur talaði stórkallalega um Norskt lán í fyrra vetur en svo fjaraði sú umræða út án mikilla skýringa. Af hverju?
Af hverju biðja ekki íslensk stjórnvöld Norðmenn opinberlega um lán?
Af hverju þurfa öll samskipti um þetta mál að fara fram með einkasamtölum milli ráðamanna systraflokka?
Af hverju skoða ekki íslenskir blaðamenn þetta skrýtna mál ofan í kjölinn?
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 7.10.2009 kl. 13:42
Hversvegna dó umræðan um myntsamstarf við Norðmenn á fundi um loftslagsmál? Það er augljóslega pólitík í málinu, En mér sýnist sem að Samfylkingin geri allt til að koma í veg fyrir þennan möguleika.
Offari, 7.10.2009 kl. 16:52
Samfylkingin lyktar af einhverju ónotalegu spilliefni í öllu sem varðar þetta mál. Vinstri grænir skulda þjóðinni margar veigamiklar skýringar á öllu þessu leynimakki sem með hverjum degi verður furðulegra.
Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.