Ekki hlutverk AGS að hjálpa Íslandi

Nei hlutverk AGS er eins og segir í "the stand by aggrement" að "restore confidence and stabilize the economy", þ.e. að endurvekja traust og koma á stöðugleika í efnahagskerfinu.

Þessi markið hafa ekki bein tengsl við velsæld almennra borgara og miklar efasemdir um jákvæð áhrif þessara markmiða á velmegun almennings. Því er haldið fram af öðrum en málssvörum AGS að leiðirnar að markmiðum sjóðsins dragi úr velferð almennings og dragi stóran hluta millistéttar niður á fátækrastig.

Kenningar AGS eru mjög umdeildar og þá sérstaklega sú kenning að risalán sem lögð eru inn á erlenda bankareikninga auki traust á krónunni.

Ég var að lesa grein á síðu Center for Economic policy research(bls 43-44) en þar segir að kostnaður við endurreisn bankanna sé 83% af vergri landsframleiðslu en það eru tæpir 1.000 milljarðar. Tölunni 385 milljarðar er fleygt hér í fjölmiðlum. Þessi grein CEPR er nýleg eða frá því nú í október.

Ég velti því fyrir mér hvort að hagfræðin sé búin að fjárfesta svo miklu í hagfræðimódelum og spálíkönum að hún geti ekki hafnað þeim þrátt fyrir að það sé löngu sýnt að þau séu vita gagnlaus. Stangast svolítið á við eitt hugtak hagfræðinnar sem er "sokkinn kostnaður".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband