Hætta að skaffa klósettpappír í kreppunni

Ég skrifaði um það í vetur að Ungverjar eru vanir fátækt. Á sjúkrahúsum í Ungverjalandi hafa sjúklingar t.d. þurft að hafa með sér klósettpappír og hnífapör við innlögn.

Nú er svo komið fyrir ESB þjóðinni og Evruhafanum Írlandi að nemendur þurfa að taka með sérk2009748 klósettpappír í skólann.

Nú er spurning hvernær Ísland kemst á klósettpappírssparnaðarstigið.

Ég spái því að það verði áður en þingmenn fara að skera niður framlög til flokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já þetta er bara handan við hornið

, 7.10.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Pabbi minn er með krabbamein og fer hann hálfsmánaðarlega í lyfjainngjöf á Landsspítalann.  Þar er búið að hengja upp tilkynningu um það að sjúklingar fái ekki samlokur með kaffinu vegna sparnaðar.  Fólk þarf að liggja þarna í 4-5 klukkutíma og þeir ætla að skera niður brauðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Eygló

Það var þó viðeigandi staður að skera niður á, Jóna.

Annars hef ég farið í nokkrar ferðir þar sem maður fer með klósettpappír með sér að heiman.

Lengi vel fór maður með eigin náttföt þegar maður lagðist inn á sjúkrahús og fæðingarheimili.

Mér fyndist líka í lagi, fyrir þá sem eru svo heppnir að fá að leggjast á sjúkrahús, að þeir borgi kostnaðarverð fyrir matinn.  Allt annað fær maður án endurgreiðslu; lyf, lín, aðgerðir, rannsóknir bla bla bla

Eygló, 8.10.2009 kl. 02:42

4 Smámynd: Offari

Mér finnst bara miklu sniðugra að skera niður fæðið, því sá sem borðar minna skítur minna því hefur sá niðurskurður mun víðtækari áhrif.

Offari, 8.10.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Offari það ætti að senda þing á þing. Greinilega með rökhugsunina í lagi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.10.2009 kl. 14:41

6 Smámynd: Eygló

ja á. Þá yrði skítaskattur lagður á þá sem fengju heimsóknir og að þeim gaukað mauli, mat og mæru.

Eygló, 8.10.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband