Notkun á orðinu endurreisn í sambandi við uppbyggingu eftir hrun er kannski skýrt dæmi um grunna hugsun um hvernig við tökumst á við verkefni hrunsins. Endurreisn þýðir jú að reisa eitthvað við sem hefur fallið. Það getur þó ekki verið verkefnið heldur þarf að endurskoða allt skipulag og byggja upp á nýjum forsendum.
Margt af því sem miður fór fyrstu mánuðina eftir hrun má rekja til þess að menn skildu ekki hvað þeir voru að gera og áttuðu sig ekki á samhengi fjárhæða og fámenni landsins. Auk þessa hefur það loðað við að þeir sem áttu aðild að atburðarrásinni sem leiddi til hrunsins hafa tekið ákvarðanir sem bera keim af því að reynt er að sópa spillingunni undir mottuna.
Því miður ráða kenningar sem eiga sér enga innistæðu í röklegu samhengi ríkan þátt í ákvörðunum og stefnu núverandi ríkisstjórnar. Þetta verður helst rakið til þess að menn eiga í miklum erfiðleikum með að losa sig við hugsunarhátt og forsendur sem leiddu til hrunsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt ASÍ og SA eru valdamestu aðilarnir í samfélaginu í dag og ræðst vanhæfni ríkisstjórnarinnar að hluta til af því að hún fylgir þessum aðilum að málum. Samþykkir hugmyndir þeirra gagnrýnislaust.
Við skoðun fjárlagafrumvarpsins kemur í ljós ýmislegt sem telja verður undarlegt í ljósi aðstæðna. Þetta skýrist af því geri ég ráð fyrir að stjórnvöld eru að verja valdamúranna. Verja þau tæki sem hafa stutt einstaklinga á ferð sinni upp valdastigann. Stjórnarráðið, alþingi, framlög til stjórnmálaflokka og utanríkisþjónustan er nánast látin ósnert í niðurskurðinum.
Menntakerfið er nánast látið ósnert en lítið hefur borið á umræðu um endurskipulagningu menntakerfisins í samræmi við breytta þörf sem fólki ætti að vera ljós ef það hefur framtíðarsýn og skynbragð á ástandinu.
Góðu fréttirnar í frumvarpinu er hugmyndin um auðlinda og umhverfisskatt sem margir bregðast illa við en er þó frumforsenda þess að samfélagið fari að dafna á ný.
Menn tala digurbarkalega um þörfina fyrir aðkomu erlenda fjárfesta en það er mantra hrunhugsunar. Erlendir fjárfestar hafa fram að þessu aðallega komið hingað til þess að fá sér frían málsverð. Skilja lítið annað eftir en mengun og skuldir handa þjóðinni. Staða Landsvirkjunar ber þessu vitni en skuldir stofnunarinnar hafa vaxið úr 25 milljörðum árið 2000 í 515 milljarða árið 2008.
Sú hugmynd virðist hafa tekið sér bólfestu meðal erlendra fjárfesta að á Íslandi sé hægt að fá hlutina ókeypis og græða mikið enda hafa hrægammarnir sést víða á ferð eftir bankahrunið og meðal annars tekist að hirða upp HS orku með stuðningi yfirvalda.
Það er tímabært að senda erlendum fjárfestum þau skilaboð að Íslendingar láti stjórnast af fleiru en talnaólæsi og dómgreindarskorti. Auk þess sem auðlinda- og umhverfisskattur felur í sér að tekið er eðlilegt gjald af þeim sem nýta auðlindirnar sendir það líka skilaboð til umheimsins sem fælir hrægammanna frá. Það getur ekki verið að við höfum áhuga á því að fá hingað gesti sem éta okkur út á gaddinn.
Skilgetið afkvæmi hrunsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Athugasemdir
Blessuð Jakobína.
Já það er ekki nóg að kunna að skrifa 1.000 milljarðar til að vita hvað sú tala þýðir. Hvað þá 2 sinnum 1.000 milljarðar þegar við leggjum saman þær lánalínur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill sé bakhjarl féspámanna þegar þeir fá leyfi til að fífla krónuna.
Einhver innanhúsmaður gagnrýndi sjóðinn fyrir skort á faglegum vinnubrögðum, þeir ættu það til að kópera skýrslur og yfirfæra á lönd, til dæmis lönd í svipuðum heimshluta, en gættu ekki að því að aðstæður væru mismunandi milli landa, til dæmis í fólksfjölda.
Gæti hugsast að lánaþörf Íslands sé kópering á lánaþörf Ukraníu???
Hvað útskýrir þessar háu tölur og þjóðsöguna um að við ráðum svo auðveldlega við að greiða þessi lán??? Ég veit að Lepparnir taka undir allt eins og pistill þinn um Friðrik vakti athygli á, en þessir hámenntuðu hagfræðingar eru ekki hreinræktuð fífl, þeir eru jú búnir með erfitt nám. En er það hugsanaletin og algjör fyrirlitning á viðfangsefni sitt sem hefur komið þessari háu tölu inn í efnahagsáætlun fyrir 300.000 manna þjóð????
Þetta er svo súrelaískt að það væri gaman að vita skýringuna á því.
En takk fyrir góðan pistil.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.