Æi Össur þessi málflutningur gengur ekki upp

Össur er einn af þeim stjórnmálamönnum sem var í miklu vinfengi við útrásarvíkinganna ásamt forsetanum. Nú virðist Össur dreyma um "endurreisn". Hann sér lausnir í forsendum sem settu þjóðarbúið á hausinn.

Össur vill meiri skuldasöfnun og þær leiðir sem AGS býður upp á en það eru ekki leiðir sem verja þjóðina heldur þvert á móti.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur mikið upp úr "stöðugleika". Leiðirnar að "stöðugleika" alþjóðagjaldeyrissjóðsins ýta mjög stórum hluta þjóðarinnar niður á fátækrastig. Ýmsir eru þó ekki í þessum hóp sem er í hættu núna vegna veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér. Meðal þeirra, geri ég ráð fyrir, sem ekki eiga á hættu að lenda í fátækragildru eru Össur, Jóhanna og Steingrímur.

Þeir sem vilja berjast gegn ofríki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þeir sem skilja að gott samfélag getur ekki verið byggt á því að færa stóran hluta þjóðarinnar niður á stig örbyrgðar. það skapar ekki einungis vandamál fyrir þá sem lenda í fátæktargildrunni heldur einnig fyrir alla þjóðina vegna þess að ýmis félagsleg vandamál skapast og hættur sem Íslendingar eiga ekki að venjast.


mbl.is Össur: Efnahagsbati í uppnámi vegna AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Össur er þá þjófsnautur eins og fleiri þingmenn og aðilar sem viðkomu bankakerfinu.

A.L.F, 8.10.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband