Saga gjaldeyrisforðans:

Var að kíkja á heimasíðu seðlabankans.

Svona hefur þróun gjaldeyrisforðans verið skv árskýrslum:

2005 --> 67 milljarðar

2006 --> 167 milljarðar

2007 --> 163 milljarðar

2008 --> 429 milljarðar

2009 --> 432 milljarðar og þar af lán frá AGS 110 milljarðar

Þetta þýðir að íslendingar eiga varaforða upp á 322 milljarða sem er:

4 sinnum hærri en 2005

tæplega helmingi hærri en 2006

tæplega helmingi hærri en 2007

og svipaður og 2008 (sem ég held að hafi verið að hluta fjármagnaður með lánum=

Nú vill Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að Íslendingar taki lán upp á 600 milljarða og geymi í banka í bandaríkjunum. Kostnaðurinn af þessum tilfæringum mun verða 20 milljarðar á ári sem er stórhluti niðurskurðarins í velferðarkerinu (tæplega helmingum)

Þýðir þetta að forðinn eigi að verða um 1.000 milljarðar sem er um 18 sinnum stærri en árið 2005.

Minni að undanfarin ár hefur fjármálakerfið á íslandi verið 10 sinnum landsframleiðslan en ekki hefur verið gefið út hvað það er stórt núna.


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef undrast þessa kröfu um þennan háa varagjaldeyrissjóð, hversvegna ætli þessi krafa sé núna að hafa svona háan varagjaldeyrissjóð?  T.d miðað við 2005, svo 2006 0g 2007 Þá var ekkert kvartað um lágan varasjóð??

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

VIÐ ERUM OF LITIL ÞJÓÐ TIL AÐ STANDA UNDIR ÞESSU.......

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 10.10.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóna, það er til að geta leyst út Jöklabréfin og borgað erlendar skuldir. AGS ætla að sjá um það.  

Miðin eru full af makríl sem við megum ekki veiða þó hann éti þorskseiði talið í milljónum tonna.  

Hvernig væri að geta það með tekjunum?

Sigurður Þórðarson, 10.10.2009 kl. 02:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Svona í því samhengi sem Sigurður minnist á, þá hafa íslensk stjórnvöld, fyrst Geir Harde, tekið það skýrt fram að það eigi ekki að nota lánin frá IFM í að greiða upp jöklabréfin, þetta sé fyrst og fremst varaforði.  

Enda væri hitt landráð gagnvart þjóðinni.  Jöklabréfin eru skuld í krónum, sem eru greidd í krónum.  Ef það er tekið skammtímalán til 5 ára, þá er skuldin orðin erlent lán, og greiðist með erlendri mynt.  Öll gjaldeyrishöft heimsins gætu ekki þá verndað þjóðina frá gjaldþroti, eða þá þeirri  Náð sem þrífst í skjóli IFM.

Hvernig sem jöklabréfin fara út, þá er það tilræði við sjálfstæði þjóðarinnar að taka erlent lán og greiða þau út á toppgengi. 

Jafnvel Samfylkingin getur ekki verið svo firrt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Ómar,

úr viljayfirlýsingu stjórnvalda og AGS, 19. grein,

 Við erum reiðubúin til að nota gjaldeyrisforðann til að koma í veg fyrir of miklar sveiflur í gengi krónunnar.

úr grein Jóhönnu Sigurðardóttir í fréttablaðinu í dag

Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður.
Annað hvort skildi hagfræðingurinn Geir Haarde ekki viljayfirlýsinguna eða hann fór í kring um sannleikan (laug). Ég held að tæknilega séð (eins og þú segir) þá borgum við þessi skuldabréf út í krónum. Svo er þeim skipt út fyrir gjaldeyri. Annars eru aðrir sem vita það betur en ég. Það er allavega ljóst í hvað gjaldeyrisforðin á að fara.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 10.10.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Ég á haug af skammargreinum þar sem mér var svarað með þessum rökum; Það á ekki að nota lánin, nema þá hugsanlega í skammtímasveiflur.  Og þannig séð þá bentu gjaldeyrishöftin til þess að svo væri.  Og síðan þá hefur vinna verið í gangi til að festa þessar krónur til lengri tíma, til dæmis með  skiptasamningi, til dæmis geti gjaldeyrinn sem Centrum kemur með í Helguvíkina farið í krónubréf, en Centrum fái krónurnar til að borga út íslensk aðföng.

En hitt er hreint og klárt tilræði við þjóðina, það er svo stór munur á því að einhver skuldi einhverjum eitthvað, og þess að skuldin sé komin með uppáskrift íslenska ríkisins á ákveðnum gjalddaga í erlendri mynt. 

Það eru margar leiðir færar til að leysa þennan vanda, og meðan þær eru ekki farnar, þá halda gjaldeyrishöftin þeim inni.  En um leiðir þá er hægt að vitna í tillögur Lilju um skattlagningu og síðan benti Gunnar Tómasson á kosti þess að dumpa þessu bara út með gengisfalli í ágætu Kastljós viðtali.

En að taka erlent skammtímalán og greiða þessar krónur út á hágengi, það eru landráð.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 00:22

7 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég óttast að því miður sé það ættlunin að taka skammtímalán og halda genginu uppi meðan menn skipta krónum í evrur (Argentína endurtekin). Reindar, eins og ég benti á að ofan, er formlega stefnan (ef ég skil hana rétt) að koma í veg fyrir sveiflur með gjaldeyrisforðanum, sem þýðir að hann klárast á korteri þegar höftum verður aflétt.

Ég verð hins vegar að taka undir orð þín um að þessi stefna flokkist sem landráð. 

Já lilja verður seint of oft kveðinn og hugmynd Gunnars Tómasonar hljómaði alls ekki svo galinn. Bæði eiga þau það sameiginlegt að leggja fram tillögur sem hlífa okkur við óþarfa lántökum  sem er lykilatriði núna.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 11.10.2009 kl. 00:37

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitin Ómar og Benedikt.

Ég tek undir þetta með ykkur. Þessi hugmynd um að taka gríðarlegt erlent lán og sleppa síðan öllu lausu er fáránleg´og sennilega náðarhögg á Íslenska velferð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:44

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóna og Siggi ég tek undir þessar vangaveltur ykkar.

Auðvitað á ríkissjórnin að hugsa um að afla tekna og greiða skuldir en ekki að auka þær.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband