Ólöglegt við kerfishrun

Nú er hugsanlegt að það verði metið svo að ólöglegt sé að krefjast ábyrgðar ríkja gagnvart innistæðueigendum verði kerfishrun banka. Bretar krefjast þess í Icesave samningnum að Íslendingar afsali sér rétti sínum til endurmats komi í ljós að undirliggjandi kröfur samningsins séu ólöglegar.

Þetta getur Ögmundur Jónasson ekki sætt sig við.


mbl.is Þykir vænt um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur flýr vandann og tekur enga ábyrgð. Þetta sjá allir. Icesave málið þarf að klára svo menn komist í þau mál sem þarf að leysa. Annað er augljós þráhyggja og rugl.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar Björn. Hvað kallar þú að klára mál. Setja þjóðfélagið endanlega á hausinn með því að taka óþarfa lán. Nú er seðlabankinn farinn að viðurkenna að lánsþörfin er stórlega ofmetin. Nokkuð sem Ögmundur hefur haldið fram um hríð og ég hef reyndar haldið því fram líka um nokkra hríð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.10.2009 kl. 22:59

3 identicon

Nú snýst öll barátta Ögmundar um að fá ráðherradóminn á ný.  Allar stuðningsyfirlýsingar við hann ganga í þá átt.  Svo er bara talað við hann um fundinn. 

Meira að sega facebook síðan hans nýja gengur út á að hann fái að verða ráðherra aftur!

Hann hefur sennilega séð eftir þessu frá fyrsta augnabliki því enginn studdi hann í þessu nema framsóknarmenn og fjölmiðlar sem þyrsti í krassandi fréttir. 

Það er engin sannfæring í svona hegðun. - Hann þarf að taka sér frí, maðurinn.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:07

4 identicon

Sævar Björn, hvað borgar Samfylkingin þér fyrir að bera lygi og óhróður út um Ögmund?

Eruð þið mörg í vinnu við þetta?

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:10

5 identicon

"hugsanlegt að það verði metið svo að ólöglegt"...

Þetta endurspeglar þann ískalda veruleika að sú málsmeðferð sem íslensk stjórnvöld settu vanskilaskuld Landsbankans og fyrrum eigenda og stjórnenda hans í var röng.

Það er að koma betur og betur í ljós að þetta er ekki pólítískt úrlausnarefni.   

Eina leiðin til þess að rétta þetta af er að krefjast þess að málið fari undir hlutlausan dómsstól þar sem tekið verður á málum af þeirri sanngirni og festu sem báðir aðila þurfa.  

Hafa ber í huga að það eru líka hagsmunir innistæðueigenda erlendis að þetta sé leyst á öðru plani en pólítísk óreiða býður upp á. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón Óskarsson hefur þú spurt Ögmund eða ertu kannski skyggn. Eftir því sem ég best veit þá er Ögmundur ekki stofnandi facebooksíðunnar heldur einhverjir sem vilja hann aftur í ráðherradóm. ímynda mér að það sé fólk sem er á móti Icesave og AGS.

Ögmundur er principmaður og ég er sannfærð um að hann sér ekki eftir neinu og fylgir sinni sannfæringu í því að ráðherra sem ekki hefur leyfi til þess að standa með sinni skoðun að kröfu forystunnar verði að segja af sér í svo alvarlegu máli sem hér um ræðir.

Málflutningur þinn ber keim af þeim ósið samfylkingarinnar að vega að persónum og heiðri þeirra í stað þess að koma með málefnaleg rök

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.10.2009 kl. 23:15

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hákon

Ég fór á fundinn sem Ögmundur boðaði í morgun og þar kom þetta skýrt fram. Bretar og Hollendingar krefjast þess að samningurinn verði óuppsegjanlegur þótt það komi í ljós á síðari stigum að forsendurnar séu kolólöglegar.

Ég efast stórlega um að þeir ráðherrar sem láta sér detta í hug að ganga að slíkum afarskilyrðum gangi heilir til skógar og væri nær að þeir tækju sér frí.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.10.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það má bæta því við að um skýr landráð er að ræða og svona samningur er riftanlegur samkvæmt alþjóðalögum.  Eða hefur einhver séð Frakkana borga Þjóðverjum eftir samkomulaginu sem Vichy stjórnin gerði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2009 kl. 23:51

9 identicon

Guðfríður Lilja er skelfilegasta sending sem VG gat fengið og hún hefur skelfileg áhrif á félaga Ögmund. Verst er þegar þjóðernissinnar (eins og hún er eingöngu) halda að sá últra hægri fasismi eigi erindi við vinstirmenn hvað þá þegar við látum slíkan fasisma ráð okkar för vinstrimanna. - Karl Marx fyrirleit ekkert sem þjóðernishyggjuna, jafnvel kapitalisminn sjálfur var sakleysislegur í samanburði við þjóðernishyggjuna því hún stóð í vegi þess að verkalýður allra landa sameinaðist og olli jafnvel því að öreigar og verkalýður t.d. Bretlands studdi fremur breska burgeisa og auðmenn en írskan eða þýskan verkalýð. - Þessvegna syngja alvöru vinstri menn „internationalinn“ þegar þeir hittast en ekki þjóðsönginn - hvorki okkar eða annarra.

Sumir telja sér trú um að þjóðernishyggja sé vinstri til að réttlæta fasiskar skpoðanir sínar en ekkert er fjær sanni hún er bara og aðeins ultra hægri fasismi og á ekkert skylt með neinu vinstri neitt.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 06:04

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Í hvaða heimi lifir þú?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 10:16

11 identicon

Stjórnmálamenn sem kalla sig til vinstri en eru lofaðir og mærðir af íhaldinu og framsókn þurfa virkilega að athuga sinn gang. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband