Sanngirni er nauðsynlegt viðmið í uppbyggingu nýs samfélags

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stigliz segir: Fairness needed when dealing with crisis

Ég hélt erindi á ráðstefnu í dag og byggði málflutning minn á viðtölum við nokkra þingmenn og einnig á viðtali við Franek Rozwadowski. Ég spurði hvort að "fairness" þ.e. sanngirni væri viðmið í prógrammi AGS. Rozwadowski vildi ekki staðfesta að viðmið sanngirni væru í prógramminu en sagði svo að "jusdice" þ.e. réttlæti ætti heima í réttarsölum en ekki prógrammi AGS.

Eftir viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og skoðun á viljayfirlýsingu sem undirrituð er af Davíð Oddssyni og Árna Matthiesen virðist nokkuð ljóst að fyrri ríkisstjórn afsalaði efnislega fullveldi Íslands til erlendrar lánastofnunar. Eftir farandi hefur komið fram.

Ísland er í prógrammi AGS.

Ríkisstjórnin er skuldbundin til þess að taka ákvarðanir sem samrýmast markmiðum AGS og falla innan prógrammsins.

Prógrammið byggir á þrem meginmarkmiðum:

Endurreisn bankanna

Styrking gjaldmiðilsins

Eyða fjárlagahalla

Bankahrunið hefur skapað hættur sem komist hafa í umræðuna en síðan bara dáið út.

Þessar hættur eru:

Fólksflótti í stórum stíl

Óréttmætar eignatilfærslur

Afsal auðlindanna

Ég spurði Rozwadowski hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hygðist bregðast við þessum hættum sem steðja að íslensku samfélagi. Svör hans voru á einn veg. Its not in the program, þ.e. það fellur utan prógrammsins að verja Ísland þessum hættum.

Nú spyr ég þá má ríkisstjórnin taka ákvarðanir sem fara gegn markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nei sagði Rozwadowski ríkisstjórnin verður að fylgja prógramminu.

Nú er það þannig að ef landinu er stýrt með sjónarmiðum sem hafa almenna velferð í huga þá þarf að taka tillit til alla þeirra atriða sem ég tel upp hér að ofan og grípa til ráðstafana til þess að verja samfélagið hættu.

Meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar hér með þeim skilmálum sem hann gerir núna eru hendur ríkisstjórnarinnar í raun bundnar. Hún "má ekki" bjarga þjóðinni ef það truflar björgun banka, krónu og blóðugan niðurskurð í velferðarkerfi. 


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er fairness ekki sanngirni?, en ekki réttlæti.  Þannig finnst mér að það eigi að vera

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég notaði bæði orðin fairness og líka orðið réttlæti. Hann veifaði þessum hugtökum í burtu....og sagði síðan að justice ætti heima í réttarkerfinu. Vildi ekki ræða um hlutverk "fairness" við uppbyggingu en hann kallar uppbygginguna: "to get Iceland on its feet".

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:29

3 identicon

Ég rak einkamál fyrir kanadískum dómsstól fyrir nokkrum árum og lærði fljótt að lögmenn þar fyrir vestan nota gjarnan viðmiðið "fair and reasonable" í starfi sínu.

Sumsé - á mannamáli: Í samningum í viðkvæmum málum má spegla viðkomandi tillögur jafnóðum sem ganga á milli aðila máls með því að spyrja: Er þín tillaga á þessu stigi sanngjörn og eðileg ?

Þannig er hægt að fikra sig að samkomulagi sem báðir sætta sig við. 

Til þess að hagnýta þessa aðferðafræði nú spyr ég:

Er eðlilegt og sanngjart að íslenskur almenningur greiði vanskilaskuldir "gamla Landsbankans"*, fyrrum stjórnenda hans og eigenda.

Svar mitt er alveg skýrt: Nei. 

Frekari hugleiðing mín frá því fyrr í kvöld er hér en ég bendi á  sanngjarna og eðlilega úrlausn Icesave vanskilamálsins.

(* samanber kennitöluflakk íslenskra stjórnvalda).

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

AGS er svoleiðis dómadagsþvæla að það er hrein skemmtun að horfa á fundinna þeirra í Brussel. Sifjaðir, áhugalausir, talandi framhjá hvor öðrum, bannað að tala um eigið land, eingöngu að tala um málefni sameiginlegrar Evrópu. Eitt málefni í einu, túlkað á 20 - 30 tungumál, jafnóðum, virðuleg samkunta sem ræðir hvort gúrkur meigi vera bognar eða alikjúklingar séu í réttri stærð af búrum... vonandi verður stríð í Evrópu svo þessi ESB þvæla sofni bara, nei ég segi bara svona ... takk fyrir góðan pistil ..

Óskar Arnórsson, 11.10.2009 kl. 04:45

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

ESB átti þetta að vera ... ég er sifjaður.. AGS er að vísu alveg eins klikkað apparat..

Óskar Arnórsson, 11.10.2009 kl. 04:49

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Verður ekki Alþingi að samþykkja þetta samkomulag eða er það búið að því? Man það hreinlega ekki.

Svo er auðvitað ljóst að AGS er ekkert að spá í sanngirni í sínum aðgerðum, þeir hoefa bara blint á hagfræðikenningar sem taka ekki tillit til stærstu breytunnar af öllum breytum: mannlega hegðun og mannlegra þarfa.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.10.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband