Vilja slátra lífeyrissjóðum

Viðskiptaráð er gríðarlega flækt í alla þá atburðarrás sem leiddi til hruns. Ef við skoðum nöfn þeirra sem skipa stjórn viðskiptaráðs þá kemur eftirfarandi í ljós:

Erlendur Hjaltason
Ingólfur Helgason
Halla Tómasdóttir
Katrín Pétursdóttir
Kristin Jóhannesdóttir
Halldór J. Kristjánsson (Landsbankastjóri)
Knútur Hauksson
Þór Sigfússon (bróðir Árna Sigfússonar og stjórnandi Sjóvár sem var styrkt úr ríkissjóði um 16 milljarða)
Lárus Welding
Hildur Árnadóttir
Róbert Wessman
Þórður Magnússon
Ari Edwald
Jón Sigurðsson
Hreggviður Jónsson
Margrét Pála Ólafsdóttir
Guðmundur Kristjánsson

Í varastjórn situr Friðrik Sophusson sem hlóð fimm milljarða skuld á Landsvirkjun á nokkrum árum en þessi skuld er meðal þess að setur núverandi ríkisstjórn í sérlegan vanda við úrlausn mála. Mér hefur verið tjáð að skuldir Landsvirkjunar séu skammtímalán....sem þarf að endurnýja....Hver er svo vitlaus að taka skammtímalán til þess að fjármagna mannvirki sem skila á tekjum á áratugum eð jafnvel öld?

Þessir útrásarvíkingar telja nú að eðlilegt sé að launþegar greiði skuldir sem þeir söfnuðu að fyrirtækjum í "góðærinu" t.d. skuldir Icesave.

Viðskiptaráð hefur hreykt sér að því að hafa ráðið yfir löggjafanum árið 2006. Segjast hafa fengið 90% óska sinna um lagabreytingar árið 2006.


mbl.is Viðskiptaráð: Lífeyrissjóðir láni fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fuss og svei

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband