Hverjir áttu peninga á innlánsreikningum Landsbankans?

Þeir sem áttu peninga á bankareinkningum Landsbankans berjast nú með kjafti og klóm fyrir því að samningaleiðin verði farin í Icesave.

Ef samningaleiðin er ekki farin þá getur málið lent fyrir dómstólum og dæmt þannig í málinu að fjármunir skiptist á milli innlánseigenda sem þýðir að íslenskir innlánseigendur geta tapað 50 milljörðum. Allar innistæður eru tryggðar upp að þremur til fjórum milljónum. Þeir sem áttu mikla fjármuni á innlánsreikningum gætu hins vegar tapað.

Til þess að bjarga 50 milljörðum fyrir Íslenska innlánseigendur eru stjórnvöld að skrifa upp á 750 milljarða víxil sem ber yfir 300 milljarða vexti næstu 7 ár.

Og ekki voru gleðitíðindin skárri í dag. Jú jú miklar innheimtur í eignasafn Landsbankans segir skilanefndin. En hvaðan kemur sú innheimta? Jú úr ríkissjóði okkar landsmanna og af vaxta og verðtryggingagreiðslum íslenskra skuldara.

Eða eins og segir í fréttinni:

Samkomulagið gerir ráð fyrir að NBI gefi út skuldabréf til gamla bankans að fjárhæð 260 milljarðar króna til 10 ára. Skuldabréfið er gengistryggt og tryggir Landsbankanum þannig erlenda fjármögnun. Þá er gert ráð fyrir að gefin verði út hlutabréf til gamla bankans að fjárhæð 28 milljarðar króna sem svarar til um 20% heildarhlutafjár NBI.


mbl.is Beðið eftir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband