Einbeittur brotavilji

Ábyrgðin sem ríkisstjórnin ætlar að skrifa upp á fyrir hönd þjóðarinnar er um 750 milljarðar. Vaxtagreiðslur af henni fram til 2016 á fjórða hundrað milljarð.

Það er athyglisvert að því sem samtvinnaðri menn eru valdakerfinu sem ríkti í aðdraganda hrunsins því einarðari eru því í vilja sínum til þess að skrifa undir þennan nauðungarsamning.

Takið eftir að órólega deildin sem ekki vill þennan samning er að mestu fólk sem er nýkomið á þing. Sjálfstæðismenn vilja samningin þótt þeir setji á svið sjónarspil enda eiga þeir stóran þátt í tilurð og mótun hans.

Þeir sem stíga fram og mæla með samningnum eru fyrst og fremst fólk sem kemur innan úr valdakerfinu. Fræðimenn, fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og embættismenn. Þjóðin er að stórum hluta á móti samningnum.

Það er líka athyglisvert að þeir sem vilja setja þjóðina undir þennan nauðungarsamning eru rökþrota og gera lítið annað en að fabúlera með stóryrði til þess að hræða þjóðina.

Rök fyrir því að skrifa ekki undir þennan samning fá ekki aðgang í fjölmiðlum.  

Það er í raun fáránlegt að skrifa undir skuldbindingar sem hafa ekki fengið mat óháðra aðila en eru mjög umdeildar.

Dómdagsspár um afleiðingar þess að láta málið fara í málaferli eru úr lausu lofti gripnar. Hér hrundi bankakerfið og málaferli er eru eðlilegt framhald af slíkum atburði. Að málaferli dragi úr trúverðugleika Íslendinga er bara bull. Málaferli eiga sér stað út um allan heim og eru viðurkennd sem leið til þess að komast að niðurstöðu í málum.

Það að fara ekki dómsstólaleiðina mun hinsvegar vera ævarandi smánarblettur á núverandi stjórnvöldum og það mun lifa í sögunni sem merki um sérhagsmunagæslu, hvítþvott og heigulshátt.


mbl.is Vonast brátt eftir Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál er alveg ótrúlegt og getur aðeins útskýrst af því að annarlegir sér-hagsmunir liggi að baki. Bæði hér og úti.

Þetta er ekki pólítískt úrlausnarefni stjórnmála- og embættismanna hér og erlendis, enda hefur það nú verið staðfest margoft.

Kostir þess að fara með þessa innheimtukröfu undir mat hlutlausra aðila eru mjög margir.  M.a. þá mun dómstóllinn draga fram undirliggjandi lög og reglur á markaðssvæðinu og jafnræðis og sanngirni verður gætt í  úrlausninni.  Þá verða líka ábyrgir aðilar beggja vegna hafsins kallaðir til ábyrgðar.  Ekki sakaus almenningur hér og erlendis. Þarf að segja meira ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:13

2 identicon

Ekki er einleikið hve ákaflega hefur verið sótt af valdastéttinni að skrifa undir, þegjandi og hljóðalaust. Það er alveg rétt hjá þér.

Klíkan er áreiðanlega - fyrst og fremst - að bjarga eigin skinni. Hvað sem annars má segja um icesave-hneykslið.

Rómverji (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:20

3 identicon

Afsakið. Er hættur að kommentera á moggabloggi. Þetta var óvart.

Rómverji (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband