Er heimsvæðingin góð?

Hér er myndasyrpa um heimsvæðinguna. Markmiðið með heimsvæðingunni er að þurrka út landamæri á milli ríkja og skapa þess í stað landamæri á milli ríkra og fátækra í heiminum með það að markmiði að verja hagsmuni hinna ríku.

Þetta er þáttaröð í níu þáttum. Ég hvet fólk til þess að horfa á þættina og dæma hver fyrir sig.


mbl.is Kæra vegna taps á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef verulega illan bifur á þessu New World Order dæmi, fólk er þó að vakna til vitundar, ekki langt síðan allt tal um eina alheimsstjórn undir "forræði" heimselítunnar var afgreitt sem rugl og samsæriskenningar.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum muna, að heimsvæðingin er einnig Internetið.

Þ.e. sennilega öflugasti einstaki drifkraftur heimsvæðingar.

Að mínum dómi, er heimsvæðing sambærileg bylting við sjálfa iðnbyltinguna, þ.e. hún sé sambærilegt hreyfiafl breytinga á mannleg samfélög.

Persónulega, held ég að heimsvæðing, sé fullkomlega "unstoppable". Með öðrum orðum, við getum einungis valið um að berast með flaumnum, eða í besta falli, að synda með einhverjum þeim hætti, að við höfum áhrif á hvert við berumst.

Afleiðingin, muni vera sú, að það fari sí fjölgandi því, sem leysa þarf með hnattrænum hætti.

Ef svokallað "civic society" will hafa áhrif, þá þurfa hópar þess, einnig að skipuleggja sig með hnattrænum hætti.

Einmitt, það hefur verið að gerast, með hraðvaxandi fjölgun hópa, er beina baráttu sinni hnattrænt og skipuleggi sig hnattrænt, í gegnum Internetið. Fjölgun slíkra hópa, er einmitt nauðsynleg til að ná fram jafnvægi - nýju jafnvægi.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2009 kl. 19:34

3 identicon

Alnetið helsti drifkraftur heimsvæðingar?

Hef gott samband við konu frá Argentínu sem segir mér hryllingssögur þaðan, fyrir okkur er þetta samskiptaleið líkt og bréfaskriftir, ekkert með heimsvæðinguna að gera.Það flýtir fyrir boðskiptum en ekkert annað.

Furðulegt að halda því fram að alnetið sé eitthvert lögmál sem virkar bara í eina áttina, eitthvað trúarlegt fyrirbæri, ekki þurfti Jesús Kristur á alnetinu að halda.

Eina sem við þurfum að gera er að taka til í hausnum á okkur og láta hjartað fylgja með ... engar sýndarveruleika hækjur takk fyrir.

L (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband