Ríkisstjórnin vill neita þjóðinni um réttlæti

Bretar og Hollendingar vita að málið er þeim tapað fyrir dómstólum. Þetta hafa þeir vitað frá upphafi. Þegar þeir komust að því hvað íslenskir stjórnmálamenn senda rykfallna kerfiskarla til samninga keyrðu þeir allt í botn.

Fólk sem hefur ekki hundsvit á því hvað það er að gera hefur talið sig til þess bært að stjórna landinu og takast á við Breta og Hollendinga.

Sá kvittur var á kreiki í sumar var að samningurinn væri uppfullur af gildrum og ég verð að taka undir það.

Ein blekkingin eru þessi svokalla 7 ára grið en þau eru alls ekki til staðar fyrir íslenskt efnahagskerfi heldur verið þegar á næsta árið byrjað að vinda gjaldeyrisvaraforðann til þess að koma fjármunum í breskan og hollenskan ríkissjóð. Þetta verður gert með því að vinda Landsbankann.

 poor_detail2


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jakobína, nú verður þú að hætta að berja höfðinu svona í stein. Icesave reikningarnir voru í útibúum en ekki dótturfélögum svo ábyrgðin er alfarið á Landsbanka Íslands. Alveg eins og þessir reikningar hefðu verið opnaðir í útibúinu í Lækjargötu. Ekki hefur heyrst um mótmæli vegna ábyrgðar Ríkisins á þeim rekningum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sá möguleiki að fara með þetta mál fyrir dómstóla er ekki lengur fyrir hendi, Því ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað sl. haust að fara samningaleiðina og fékk það samþykkt á Alþingi með miklum meirihluta á sínum tíma.  Þannig að núverandi ríkisstjórn er því bundinn við samningaleiðina.  Þótt við hefðum viljað strax fara með málið fyrir alþjóða dómstól hefði það ekki verið tekið þar fyrir nema með samþykki Breta og Hollendinga.  Þegar við stóðum í okkar þorskastríðum þá vildu bæði Bretar og Þjóðverjar fara með málið fyrir alþjólegan dómstól en þar sem Ísland neitaði alltaf þá kom það ekki til greina.  Þannig að núverandi ríkisstjórn er ekki að neita okkur um réttlæti.  Hún er aðeins að vinna eftir því sem Alþingi samþykkti á sínum tíma.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 12:28

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég er sammála þér Jakobína.

Birgir Viðar Halldórsson, 18.10.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Offari

Mig grunar reyndar að Jakop fari með rétt mál hér.  Sé svo ættu samt aðrir þingmenn að vita það. Hvað varðar þá gildrur sem settar hafa verið í þennan icesave samning þá finnst mér þær frekar gerðar til að neyða þjóðina til að samþykkja esb aðild.

Offari, 18.10.2009 kl. 12:39

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta mál er þvílík hörmung að það er alveg sama hvar litið er á það. Vissulega klúðraði sjálfstæðisflokkurinn málinu upphafi með dyggri aðstoð samfylkingar. Ég kannast ekki við að þingið hafi samþykkt að máli færi samningaleiðina að öðru leiti en því sem er í Letter of Intent Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Eina vitið í þessu máli er að senda AGS heim og þá er öll skuldbinding um samningaleiðina horfin. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að skaða þjóðina og það eru þessi stjórnvöld að gera rétt eins og samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn hafa gert.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.10.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband