Sjálfstæðismenn slefandi

Það var merkilegt að horfa upp á sjálfstæðismenn í Silfrinu en þeir eru nú slefandi yfir að hafa tekist að koma sektinni af Icesave-málinu yfir á núverandi ríkisstjórn en þeirra markmið eru að þessi óskapnaður sem þeir sköpuðu sjálfir komist í gegn um þingið.

Sjálfstæðismenn miða að því að koma tapinu sem þeir ásamt "alþjóðasamfélaginu" eru ábyrgir fyrir en vonast til þess að málið sprengi ríkisstjórnina í leiðinni.

Draumurinn er síðan að koma á svipaðri samvinnu með samfylkingu og var hér árið 2007. Síðan skal bara haldið áfram í einkavæðingaráformum og áformum um að búa til stóran fátækan hóp í samfélaginu meðan fáir mata krókinn með því að vera á mála hjá stóriðju og moka hér úr auðlindum og færa ávinningin úr samfélaginu.

Þetta virðist 34% þjóðarinnar vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stótiðja, stóriðja þótt engin sé orkan. Meiri mengun á Hellisheiði því hvað varðar okkur um heilsufar Reykvíkinga??

Árni Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég missti af silfrinu í dag. Annan sunnudaginn í röð. Það kemur hvort sem er lítið áhugavert út úr þessu fólki. Það er eins og fólk fari alltaf í skotgrafir eða setji upp varnir þegar svona leiksýningar eru sviðsettar.  Ærlegt spjall yfir kaffibolla myndi örugglega skila meiru fyrir stjórnmálaumræðuna heldur en 10 mínútna frægðin í kastljósi fjölmiðlanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ingunn !

    Kórrétt hjá þér - nú er viðlagið hjá þeim "blessuðum" , " Ekki bend á mig" .

Hörður B Hjartarson, 18.10.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband