Sjálfstæðisflokkurinn fórnaði sjálfstæði þjóðarinnar

Bjarni Ben fer nú stóran um Icesave málið en hann segir:

að í samningunum sé það ákveðið endanlega að skuldir og skuldbindingar einkafyrirtækja verði skuldir íslensks almennings. Hollendingar og Bretar taki ekkert á sig af þeim byrðum sem þetta mál hafi valdið.

Bjarni telur að með þessu máli hafi verið vegið með óbilgjörnum hætti að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Bjarni minnist ekkert á að það var flokkur hans SJÁLFSSTÆÐISFLOKKURINN sem setti Icesave deiluna í þann farveg sem hún er í núna.

Það var SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sem glutraði niður sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar.

Það var gengið frá því á Alþingi 5. desember undir forræði sjálfstæðisflokks að deilan við Breta og Hollendinga færi í pólitískan farveg og sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því að afsala rétti íslendinga til málsóknar vegna hriðjuverkalaganna.

Baldur Guðlaugsson, sjálfstæðismaður, gaf síðan tóninn í samningaviðræðum. Það var í samskiptum við sjálfstæðisflokkinn sem Bretar og Hollendingar fengu þá hugmynd að það væri hægt að ganga endalaust á rétt íslensku þjóðarinnar.

Endalaus græðgi sjálfstæðisflokksins hefur verið í fyrsta sæti í áratugi og þegar alvarleg vandamál blasa við þá leggja þeir skottið á milli lappanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband