Öryrki getur lifað í 150 ár á því sem skammtað er til stjórnmálaflokkanna á einu ári

Ef vextir af Icesave eru 350 milljarðar þá er hægt að reka Landsspítalann í núverandi mynd í 11 ár fyrir fjárhæðina.

1000 öryrkjar geta lifað í 100 ár fyrir þessari fjárhæð.

Það kostar ekki nema helmingi meira að reka heilsugæsluna á öllu höfuðborgarsvæðinu en það kostar að reka Alþingi.

Öryrki gæti lifað í 1000 ár á því sem það kostar að reka Alþingi.

Fjárlaganefnd sér ekki ástæðu til þess að skera við nögl við stjórnmálaflokkanna því...

Það er hægt að reka tvo grunnskóla fyrir það sem er skammtað í stjórnmálasamtök

370 milljónir til stjórnmálaflokkanna árið 2010.

Ætli það séu verðlaun fyrir vel unnin störf?

....og svo kostar 187 milljónir að reka embætti forsetansBlush 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er tímabært að leggja Alþingi niður, þar er óhæft fólk að vinna óhæfuverk á hverjum degi, með nokkrum undantekningum.  Við erum örugglega betur sett án Alþingis. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: SeeingRed

Stjórnkerfin eru hönnuð til að arðræna og ráskast með almenning heimsins. Það þarf að gefa algerlega upp á nýtt og ég vona raunar að almenningur um allan heim rísi upp gegn þessari ömurð sem boðið er upp á með öllu því sem því kann að fylgja, það er ekki hægt í okkar tilfelli að láta næstu kynslóð gera það, það verður of seint og alheimsstjórn undir forræði ríkustu og valdamestu fjölskyldna heimsins orðin jökulköld staðreynd, fjármálakreppan og svínaflensan er aðeins hluti af undirbúningnum fyrir endanlega valdatöku þessara afla, hægt og bítandi hefur verið stefnt að þessu og nú eru hlutirnir farnir að gerast hratt.

SeeingRed, 21.10.2009 kl. 03:07

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég væri alveg til í að leggja alþingi niður í nokkur ár og reka betri heilsugæslu í staðinn.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband