Banna glæpasamtök á Íslandi

Dómsmálaráðherra hefur lagt til að Hells Angels verði bönnuð á Íslandi.

Ég legg til að eftir farandi samtök verði bönnuð líka:

ASÍ

LÍÚ

SA

Sjálfstæðisflokkurinn

Framsóknarflokkurinn

Samfylkingin

Vinstri Græn

Hver þessara samtaka eru mun hættulegri samfélaginu en Hells Angels.

Þessi samtök vinna gegn frelsi, lýðræði og velferð í landinu.

Aðgerðir þessara samtaka eru bein árás á lífskilyrði launþega, fjölskyldna og skuldara í landinu.


mbl.is Ríkisstjórnin standi við fyrirheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Bíddu nú við, Jakobína Ingunn, gætirðu nokkuð verið svo væn að útskýra fyrir mér og fleirum í hverju glæpir VG eru fógnir? Það þarf þó nokkuð til að verðskulda stimpilinn glæpasamtök, eða er það ekki?

Jóhannes Ragnarsson, 23.10.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Jóhannes. Icesave er glæpur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Jakobína: Mér finnst þú ekkert sérstaklega vera að hlúa að trúverðugleika þínum með þessari færslu..

hilmar jónsson, 23.10.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það getur verið gaman að því hvað þú tekur stundum stórt upp í þig. En hvernig er það, ertu ekki félagi í a.m.k. tveimur þessara „glæpasamtaka“? Eða ertu búin að segja þig úr Samfylkingunni og VG?

Ágúst Ásgeirsson, 23.10.2009 kl. 20:29

5 identicon

Sammála þér Jakobína

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 21:04

6 identicon

Svo innilega sammála þér Jakobína !!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 21:45

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ágúst ég eiginlega hálfskammast mín fyrir aðild af samtökum í þessum hóp. Ég get þó sagt mér það til málsbóta að ég hef aldrei þegið neitt af þessum samtökum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2009 kl. 22:19

8 identicon

DITTO Jakobína Ingunn, ASÍ stimplaði sig fast inn í þennan flokk með 80% samþykkt sinni í dag.  Þvílíkir fulltrúar hinna vinnandi stétta....  Þessi dæmalausa afgreiðsla var þvílíkt reiðarslag fyrir félagsmenn verkalýðsfélaga í landinu að nú hljóta menn að krefjast þess að vera ekki lengur skyldaðir til þátttöku í svona spillingu.  Stjórnvöld (hver sem þau eru) hljóta að átta sig á því að þessu verður ekki unað!  Geri þau það ekki, er það skylda félagsmanna að SÝNA ÞEIM FRAM Á ÞAÐ!.  Manni er öllum lokið, þvííkt ömurlegt lið með Samf.spilltan jólasvein í framsætinu...  Þessu verður að linna!

Villi verslunarmaður (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 22:37

9 identicon

Ég hef oft furðað mig á neikvæðni þinni.

Gerði mér það að leik að leita að jákvæðu bloggi frá þér og fletti langt aftur í tímann, en gafst upp.

Stöðug neikvæðni hlýtur að vera sálardrepandi.

Þú verður að fyrirgefa  en mér finnst þetta ekki heilbrigt og í algerri mótsögn við allar háskólagráðurnar sem þú flaggar.

Tek fram að þetta er ekki skrifað til  halda uppi vörnum fyrir Hells Angels eða önnur glæpasamtök.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 00:14

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Svavar 

bendi þér að þetta blogg heitir kreppan. Ef þú vilt fara í pollyönnuleik þá finnur þú ekki efniviðinn í það hér.

Svo má alltaf deila um hvað er jákvætt og hvað er neikvætt. Mér finnst ekkert sérlega jákvætt að kingja eins og sofandi sauður að þjóðarbúið sé sett á hausinn.

Það verður ekkert jákvæðara við það að það sé þagað um það.

Ef þú vilt leita af rótum þessarar neikvæðni þá getur þú leitað í athafnir stjórnvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2009 kl. 01:46

11 Smámynd: SeeingRed

Fólk var skammað fyrir að gagnrýna pýramídasvindlið fyrir hrun og kallað neikvætt og svartsýnst þegar það var í rauninni aðeins raunsætt!

Ég myndi bæta Seðlabankanum á listann, á þar heima eins og allir seðlabankar heimsins, ekki síst einkaklúbburinn og gullgæsin Federal Reserve System, kóróna alþjóðlegu banka- þjófa - arðráns klíkunnar. Dásamlegt hvernig hægt er að spila með fólk öld eftir öld, kynslóð eftir kynslóð, það þarf ekki einu sinni að finna ný trix til að blekkja nýjar kynslóðir, þau gömlu góðu duga alltaf og má endurnýta öldum saman, sérstaklega óttann sem klikkar aldrei. Maður veit samt ekki stundum hvort að maður eigi að gráta eða hlægja, þetta er orðið svo absúrd leikrit sem boðið er upp á...og flestir áhorfendur dormandi.

SeeingRed, 24.10.2009 kl. 02:29

12 identicon

Heil og sæl; Jakobína Ingunn - sem og þið önnur, hér á síðu !

Svavar Bjarnason !

Um leið; og við ættum fremur, að þakka baráttukonunni Jakobínu Ingunni, í stað þess að skenza hana, og hæða, ber að þakka henni, af heilum hug, fyrir varðstöðu alla, hér á vef.

Líkast til; ert þú, af þrælum kominn, í framættir, Svavar; nema bómullar hnoðra veröld þín, glepji þér rétta sýn, á þróun mála, hér á Ísafoldu.

Nær væri þér; að biðja Jakobínu afsökunar, á fleipri þínu, ágæti drengur !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 02:32

13 identicon

Ég legg til að öllu þessu pakki verði komið fyrir í Surtsey, ásamt "elítunni"

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 15:01

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Surtsey rúmar ekki allt þetta lið!

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.10.2009 kl. 18:06

15 identicon

Pakkið getur skipst á að svamla í kringum eyjuna :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 22:40

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

ha ha

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband