Hvernig er spillingin mæld?

Það kom maður í athugasemdakerfið hjá mér og spurði hvort verið gæti að sjálfstæðisflokkurinn væri hlutfallslega minnst spilltur og þá í krafti stærðar sinnar. Ég ákvað að skoða þetta. Árið 2007 var árið sem farið var að skammta stjórnmálasamtökum gríðafjárhæðir úr vasa skattborgaranna. Gæðunum er útdeilt eftir stærð flokka og auðvitað er þetta tiltæki þingmanna ekki minna spillt en eftirlaunafrumvarpið.

Ég ákvað því að skoða hvernig styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum hefði verið til flokkanna í hlutfalli við ríkisstyrkina (sjálftökuna).

Sjálfstæðisflokkur reyndist ekki bara spilltastur heldur líka hlutfallslega spilltastur.

Sjálfstæðisflokkur framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 74% af ríkisstyrk.

Vinstri græn framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 62% af ríkisstyrk.

Framsóknarflokkur framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 36% af ríkisstyrk.

Samfylking framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 30% af ríkisstyrk.

Það er athyglisvert að á þessum mælikvarða eru vinstri græn næstum eins spillt og sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is Leggja fram drög að framhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

sem sagt spilling á báðum endum, nær hún þá ekki í gegn,

Sigurður Helgason, 25.10.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að við ættum ekki að lesa of mikið út úr þessum talnaleik en við getum þó gefið okkur að stjórnmálamenn sem vinna gegn því að snúið sé ofan af kvótakerfinu og eltast við stjóriðjuframkvæmdir eru sérhagsmunapotarar eða mútuþegar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.10.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Offari

Ertu líka með tölur hvað frambjóðendur fá?  Ég held að þar sé miklu mælanlegri spilling.   Kosningastyrkir eru alltaf líklegir til að hafa áhrif á ákvörðunartöku og það vantar einfaldlega lög sem koma í veg fyrir að hægt sé að kaupa handa mönnum þingsæti.

Offari, 25.10.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?

 Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !

Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 22:04

5 identicon

Sveinn Björnsson+sérstakur erindreki Bandaríkjana 1914 og Bretlands 1915+Hernám Íslands stofnun banana-lýðveldis Íslands+Sveinn Björnsson+utanþingsstjórn+Coca Cola stjórnin+fyrsti forseti Íslands+ekki þjóðkjörinn+nauman meirihluta þingsins+æðsti klerkur frímúrara+NATO=upphaf spillingarsögu banana-lýðveldis Íslands, blekking frá upphafi.

L (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er afar athyglisvert innlegg frá Lúlla.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.10.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband