Vita Norðurlöndin um múturnar?

...Ég minnist þess að Mona Salin þurfti að segja af sér af því að hún notaði kreditkort ríkisins til þess að borga bleyjur og toblerone.

Ég ætla að skrifa Norðurlandaráði og spyrjast fyrir um þetta.

Svona er bréfið:

To the Nordic Council

This morning I read in my newspaper that the MP Helgi Hjörvar has been appointed as the next president of the Nordic Council.

It is public that four MP's in the present parliament have accepted huge sums (can hardly be defined as anything but bribes) from companies (Baugur and FL group) implicated in the huge corruption that led eventually to the downfall of the Icelandic banks. This was in 2006 candidacy for the primaries. Two of those MP's are members the Independence party (Sjálfstæðisflokkur) and two are members of the Social Democrat party (Samfylking).

Helgi Hjörvar is one of those four MP's receiving 900.000 ISK that is equivalent to 90.000 DKR at the time from Baugur Group. In total he received a sum of 5.000.000 ISK in contributions for the primary candidacy in 2006 and he claims confidentiality when asked about these contributions. http://www.dv.is/frettir/2009/4/22/helgi-hjorvar-trunadur-um-styrki/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/21/hair_styrkir_fra_baugi_og_fl/

Helgi Hjörvar led the committee for environmental affairs and in addition to that was a member of the committee for industrial affairs, committee for agricultural and fishing affairs as well as a member of the Icelandic department of the Nordic counsel. http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=658

It has been painful for the Icelandic public to watch how nonchalant the government is with respect to shouldering responsibility for the criminal actions leading up to the downfall of the banks and the enormous harm it has done to the common people in Iceland.

The main reason for the problem that caused the crash of the Icelandic economy is the kleptocratic politics and the transfer of funds and favours between businessmen, politicians and officials. This is not being dealt with in any realistic way. The political parties are still led by people implicated in the corruption and politics, administration and business is still kleptocratic and it is characteristic that secrecy and delusion are still the way to do things. The government is counting on the short memory of the public.

The Social Democrats (samfylkingin) has been brutal in this respect. Putting on shows and then going on with business as usual.

It is a great disappointment that the Nordic Counsel does not regard unsettled matters as briberies an obstacle when appointing an individual in a position of responsibility as the president of the counsel.

With regards

Jakobína Ingunn Ólafsdóttirstyrkveitingar_baugur_3

 

Norðurlandaráð   nordisk-rad@norden.org

Norræna ráðherranefndin nmr@norden.org 

...a contribution is a bribe if it is made “with intent...to influence any official act.” Recipients are guilty of bribery if they accept contributions “in return for...being influenced in the performance of any official act.”

Heffernan and Kleinig (ed), (2004). Private and public corruption.

Bókin var skrifuð upp úr erindum/ritum sem kynnt voru á ráðstefnu sem studd var af stofnun "criminal justice ethics" árið 2001 og 2002.

Eins og fram kemur í tilvitnuninni hér að ofan verður að skilgreina framlög sem mútur þegar ætla má að ...gefandinn hafi fyrirætlanir um að hafa áhrif á opinber störf eða embættisfærslur.

Við skulum þá skoða þetta með tilliti til Baugs.

Gjöf Baugs er í þessu tilviki 11.600.000 en eins og kunnugt er bættust síðan við tugir milljóna gjafir í sjálfum kosningunum.

Er líklegt að fyrirtæki láti af hendi rakna tugi milljóna án þess að ætla sér greiða eða viðvik á móti. T.d frjálsa samkeppnislöggjöf með litlum viðurlögum við brotum svo dæmi sé nefnt.

Þingmenn sem taka þátt í svona leik eru óvinir launamansins og neytandans en ekki síst kjósandans. Það skulum við muna.

Þeir sem þáðu mest af Baugi eru

Guðlaugur Þór 2.000.000

Steinunn Valdís 2.000.000

Björn Ingi  2.000.000

Guðfinna Bjarnadóttir 1.000.000

Helgi Hjörvar  900.000

Ragnheiður Ríkhards 500.000

Katrín Júlíusdóttir 500.000

Ármann Kr Ólafsson 500.000


mbl.is Helgi Hjörvar verður forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hvaða mútur ertu að tala um ?

Það er fróðlegt að fá að vita það.

Kveðja.

Benedikta E, 28.10.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgi Hjörvar þáði skv. fréttum Mbl gjafir frá FL group og Baugi í prófkjöri árið 2006. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/21/hair_styrkir_fra_baugi_og_fl/

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Áður en þetta verða mútur, þurfa styrkir fyrirtækja til frambjóðenda í kosningabaráttu að verða ólöglegar. Tek það fram að mér finnst slíkt óeðlilegt nema um lágar upphæðir sé að ræða, en það þarf þá að banna það.

Strangt til tekið er þessvegna er ekki rétt að tala um mútur í þessu tilfelli. Óeðlilegir styrkir. Hinsvegar þurfa þingmenn hinsvegar að breyta reglunum og gera það nú varla þegar þeir allt í einu vakna upp við það að vera með lík í lestinni.

Fréttin sem þú linkar segir hinsvegar frá lánafyrirgreiðslu án veða til þingmanna og ráðherra. Það er geysilega alvarlegt mál þótt það sé etv. ekki ólöglegt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.10.2009 kl. 12:43

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Styrkir fyrirtækja til framboða eru mútur ef þau eru mútur og ólöglegir þegar þeir falla undir þá skilgreiningu ef mútur eru ólöglegar. Hvort framlagið skilgreinist sem mútur helgast af fjárhæðinni og hagsmunatengslum. 

Þótt það standi hvergi í lögum að það sé bannað að lemja mann í hausinn með pönnu þýðir það ekki að morðið sé löglegt og ekki morð ef það er framið með þeim hætti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 12:56

6 identicon

Æ sér gjöf til gjalda!

Auðvitað vilja fyrirtækin fá eitthvað tilbaka fyrir stuðninginn.

Það hentar hagsmunum stjórnmálaklíkunnar vel að reyna að skilgreina fyrirgreiðslurnar sem styrki.

TH (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:15

7 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir svarið Jakobína.

En hvernig var með tímaritið sem þeir gáfu út Helgi Hjörvar og vinur hans Hrannar núverandi aðstoðarmaður Jóhönnu forsætisráðherra.

Ég man ekki nákvæmlega hvernig það var með þetta tímarit (ég bjó þá erlendis-en sá það í blöðum og heyrði talað um það ) man ekki hvað blaðið hét - en fólk sem hafði einhvern tíman keypt þetta tímarit lenti í svakalegum málum vegna innheimtu aðgerða þeirra á áskrift fyrir þetta blað.  Það var gengið að húsnæði fólks meira að segja - sumir höfðu jafnvel verið búnir að segja áskrift upp fyrir löngu og skulduðu ekki áskrift - en fengu samt rukkanir og aðför.

Þeir lentu í stór-veseni út af þessu máli.

Þetta var rosa mál.

Manst þú eftir þessu - það var held ég seinnihluta áttunda áratugar.

Benedikta E, 28.10.2009 kl. 13:36

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég man eftir mikilli umræðu um fyrirtæki Helga og Hrannars vegna sviksemi sem tengdist undiverktökum (sem voru ungir krakkar í úthringingastarfsemi) og skil við skattinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 13:40

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ljómandi bréf Jakobína, nema hvað það vantar tengingu við lögin þar sem þetta fjárframlag er sannanlega ólöglegt. Ef það fylgir ekki, þá kemur þetta bara út sem kvabb.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.10.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Rúnar Þór. Þér yfirsést að á Norðurlöndum er gerð krafa til siðferðislegs framferðis stjórnmálamanna. Á Íslandi er viðkvæðið að ekki sé um refsivert athæfi að ræða en Norðurlöndin gera strangari kröfur til manna.

Hér fá tugthúslimir meira að segja að sitja á Alþingi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 13:57

11 identicon

Getur þú birt lista yfir alla þingmenn sem þegið hafa mútur að þínu mati? Hverjar voru upphæðirnar?Getur þú bent á löglærðan mann sem styður skoðun þína? Með vinsemd og von um svör.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:01

12 identicon

Getur þú bent á siðfræðing eða heimspeking sem styður skoðun þína? Með sömu von.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:04

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

For Nadler, any gift given with "an expectation of compensation" has crossed the line into bribery

"When you're in power and someone is giving you a gift, it's pretty difficult for it not to be tainted with some kind of expectation," says Mr. Osteen, professor of literature at Loyola College in Baltimore. (When does a gift become a bribe?)

"The line between a bribe and a legal contribution is very thin, but it is that line that keeps you out of jail. The critical element is whether there was an understanding or agreement to take specific action in return for the money."

- Larry Noble

Hér er dæmi frá Bandaríkjunum:

Whether they knew it or not, donors have always been under threat of bribery charges if they overtly tried to buy a lawmaker's vote with their campaign contributions--and the lawmaker acquiesced in the deal. But both donors and politicians have been largely shielded from the consequences of their actions in part because bribery cases involving campaign contributions are hard to prove in court.

Still, such cases are winnable if prosecutors are willing to put in the time. Former South Carolina state representative Paul Derrick was convicted in 1999 on extortion and conspiracy charges related to taking a fully disclosed, $1,000 campaign contribution in exchange for his vote on a gambling bill. Authorities conducted a sting operation (called, appropriately, "Operation Lost Trust") that directly connected the technically legal donation to the vote.

Fjárhæðin í þessu dæmi er $1.000 sem eru um 60.000 krónur m.v. 2006.

Í dæminu hér að ofan eru allir þættir málsins skárri en greiðsla Baugs til Helga. Fjárhæðin 15 sinnum lægri og engin leynd var yfir gjöfinni. Það er einmitt leyndin sem oft gerir framlög til íslenskra stjórnmálamanna að mútum.

Það sem helst einkennir mútur er leynd, há fjárhæð og hagsmunatengdar væntingar gefandans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 15:16

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

The federal bribery statute refers to the provision of anything of value to a public official. Most state bribery statutes contain similar or identical words. The language does not exclude campaign contributions. Many state and federal judicial decisions either specifically hold that campaign contributions are included within the bribery statutes or rule on other issues in cases in which the alleged bribe consists of a contribution. As we shall see...the Supreme Court has ruled that campaign constitutes a bribery-like offense under the Hobbs Act.

Þeir segja líka...a contribution is a bribe if it is made “with intent...to influence any official act.” Recipients are guilty of bribery if they accept contributions “in return for...being influenced in the performance of any official act.”

Heffernan and Kleinig (2004). Private and public corruption.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 15:36

15 identicon

Benedikta er að spyrja um blað: Þjóðlíf eða Þjóðmál hét blaðið sem þeir voru að innheimta fyrir, drengirnir. Og þeir innheimtu svo svakalega að margir lentu illa í því. Mig minnir að stjúpi Hrannars, Óskar Guðmundsson hafi verið ritstjóri.

Rósa (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:08

16 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held nú reyndar ekki að styrkur í kosningasjóð teljist mútur. Það er vissulega áhugavert ef þú getur sýnt á að hann hafi þegið meira en framlag í kosningasjóð. Það er vissulega ekki neinum til framdráttar núna að hafa þegið 900 þús. framlag í kosningasjóð frá Baugi en ég er nokkuð viss um að Helgi Hjörvar er ekki til sölu.

Hins vegar hef ég aldrei skilið hvernig Helgi Hjörvar gat talað eins og hann gerði í tveimur blaðagreinum fyrir Hrunið þegar hann vildi fara að selja virkjanir. Það getur verð að hann  hafi verið í meiri tengslum við "fjárfesta" en hollt er fyrir stjórnmálamann.

 Sjá hérna:

Sóknarfæri að selja virkjanir - mbl.is

Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar - salvor ...

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.10.2009 kl. 18:24

17 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég las aftur yfir það sem ég bloggaði um þessar hugsmyndir Helga, hugmyndir sem hann setti fram einmitt þegar allt stefndi í hrun. Helgi sagði  þá að sala á Kárahnjúkavirkjun yrði  "hvati fyrir frekari framrás í orkuiðnaði og útrás með tilkomu nýrra fjárfesta" 

Vá hvað ég er fegin að það var ekki þjösnast við að selja Kárahnjúkavirkjun til þessara fjárfesta rétt fyrir Hrunið eins og Helgi Hjörvar vildi. Þeir hefðu borgað á sama hátt og þeir borguðu allt sem þeir keyptu - með kúluláni í eigin banka. Mikið væri það skelfileg staða ef við hefðum flýtt okkur að fara að ráðum Helga. Þetta kallaði Helgi á þessum tíma "Sjóður handa komandi kynslóðum". Við höfum nefnilega í augnablikinu alveg nóg af sjóðum handa komandi kynslóðum. Icesave er þannig sjóður. Hann er bara mínus sjóður handa komandi kynslóðum. Miklir eru galdrar þeirra Debets og Kredits.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.10.2009 kl. 18:32

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Salvör.

Greiðslur í kosningasjóð geta ekki verið undanþegnar mútusjónarmiðum. Félag eins og Baugur sem setur tugi milljóna í kosningasjóði ætlast til einhvers í staðinn.

Síðan getum við skoðað hegðun stjórnmálamanna sem hafa þegið há framlög og spurt okkur hvort þeir séu stuðningsmenn öfgafullra einkavæðingahugmynda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 18:58

19 identicon

Með þeirri röksemdafærslu sem þú beitir er augljóst að allir íslenskir stjórnmálamenn hafa þegið mútur. Ef þú vilt vera sjálfri þér samkvæm verður þú að senda bréf vegna allra þingmanna il Norðurlandaráðs. Á sama hátt verður þú að sena bréf til allra erlendra stofnana sem íslenskir stjórnmálamenn hafa samskipi við. Að lokum verður þú-eins og venjulega- að krefjast þess að allir segi af sér.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:23

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hrafn

Viltu ekki bara halda þér við kjarna málsins?

En hann er að einstaklingur sem þáði 900 þúsund af Baugi og hefur mjög vafasaman viðskiptaferil er orðin forseti Norðurlandarás.

Það getur svo sem vel verið að þú aðhyllist sukkið en ég tel mig eiga rétt á því að bregðast við því að aðili sem hefur fyrirgert trúverðugleika sínum gerist forseti Norðurlandaráðs.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 21:30

21 identicon

Ég held mig við kjarna málsins. Þú verður að sjá málið í heild sinni. Það er langt í frá að ég aðhyllist sukkið-svo notað sé þitt orðalag. Þú ert órúlega barnaleg ef þú heldur að þú upplýsir Norðurlandaráð um stjórnmál á Íslandi með tilvísunum í dagblöð.Sendiráð erlendra ríkja fylgjast mjög náið með íslenskum sjórnmálum. Sendiherrar erlendra ríkja gefa yfirmönnum sínum reglulega skýrslur.Sum ríki hafa meir að segja stundað njósnir hér á landi. Mér er það alveg ljóst að þú vilt vel en það eitt og sér dugar ekki.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:56

22 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Veistu það Hrafn að víða reyna stjórnmálamenn, auðhringir og fjármálaöfl að fá því framgengt að framlög í kosningasjóði séu undanþegin skilgreiningunni um mútur. Það verður ekki réttara fyrir það og það er undir hverjum og einum komið hvort hann beygni sig undir spillingu eða láti í sér heyra.

Ég hef valið að vera óþægileg meðan þú velur að vera þægilegur og taka afstöðu með valdinu. Sjálfsagt færð þú þína umbun fyrir það en börnin þín erfa verra samfélag fyrir vikið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 22:29

23 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já er ekki búið að koma flokkskerfinu vel fyrir hér. Alveg ómögulegt að slá á puttana á fólki fyrir siðleysi án þess að refsa öllum flokknum og kalla yfir sig stjórn andstæðra flokka. Ef þú spáir aðeins í þessu, þá græða undir því módeli þeir sem eru spilltastir. Tökum Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi. Kjósendum hans finnst í lagi að taka 2 milljónir í kosningastyrk því þeir vita að þingmaðurinn mun moka undir kjósendurna af þjóðarauðnum á meðan hann er í embætti. Því kjósa sjálfstæðismenn spillta stjórnmálamenn því þeim finnst mikilvægara að græða pening. VG finnst fjármálaspilling í eigin röðum ótæk, sama hversu mikla peninga þeir græða á því og kjósa þessvegna... hvað? Ef þeir kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk eru þeir að styrkja spillingu, ef þeir skila auðu styrkja þeir alveg eins spillingaröflin og ef þeir kjósa sína menn eftir sem áður eru þeir að segja: "Tja, þetta var kannski allt í lagi."

Þessvegna þarf um þetta skýr lög og skýrar reglur sem stýrast af siðvitund og sanngjörnu, góðu stjórnarfari. Það hefur öfug áhrif að stökkva eins og úlfur á einn aðila þegar reglurnar segja að þetta sé leyfilegt. Þú endar alltaf á því að styrkja eða gúddera spillinguna á meðan umgjörðin er eins og hún er á Íslandi.

Það þarf að ráðast á undirstöður þessa kerfis, ekki eyða púðrinu í afvegaleidda einstaklinga.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.10.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband