Aðalsteinn gerir atlögu að Gylfa Arnbjörnssyni

Aðalsteinn Baldursson gerir atrennu að forsetanum en heldur virðist vera að kvarnast undan Gylfa Arnbjörnssyni. Það verður æ auljósara að Gylfi stendur ekki með hinum vinnandi manni heldur gengur frekar erinda auðvaldsins.

Hér er grein eftir Aðalstein


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að mínu mati er orðið mjög aðkallandi að reka Gylfa Arnbjörnsson og náhirð hans fyrir fullt og allt útút sölum verkalýðshreyfingarinnar. Ég er undrandi á að her manns hafi ekki fyrir löngu heimsótt höfuðstöðvar ASÍ og svælt sjakalana þaðan út.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 20:30

2 Smámynd:

Sjaldan er mikilvægara að hafa sterka verkalýðsforystu en einmitt á krepputímum. Gylfi Arnbjörnsson er ekki verkamaður og vantar alla tengingu við fólkið sem hann á að berjast fyrir. Þess í stað berst hann við það og gengur mála hjá auðvaldinu. Verkalýðurinn þarf að sameinast og setja hann af og kjósa sér nýja forystu.

, 28.10.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Offari

Kúti (aðalsteinn) hefur alltaf haft bein í nefinu.  Og ég veit meira að segja að hann hefur skýrt hrútana sína nöfnum bræðra minna.

Offari, 28.10.2009 kl. 20:53

4 identicon

Það þarf láta aumingjann prófa að lifa á lægsta taxta í nokkura mánuði.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig væri að stofna samtök um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi? Það væri mikið þjóðþrifaverk ef það tækist og skilaði árangri.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var einmitt að ræða við konu áðan sem vill að ný samtök verði stofnuð fyrir launþega. Gylfi getur þá bara setið eftir einn í ASÍ og skottast á milli í kaffi til Vilhjálms Egilssonar, Rozwadowskis og forstjórna álfyrirtækjanna á milli þess sem hann klórar sér í hausnum og spyr sjálfan sig hvað hafi orðið af öllum aðildarfélögunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég held að hann sé að safna að sér punktum svo að hann komist á þing fyrir Samfylkinguna. Það gæti líka verið að hann færi í þægilega og vel launaða vinnu hjá ESB eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann er svo voðalega hrifinn af þessum stofnunum.

Helga Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Helga. Eru þetta ekki allt mafíur...ESB AGS ASÍ SA LÍÚ o.s.frv.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.10.2009 kl. 00:34

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Það á að henda þessum Gylfa út, hann gæti fengið vinnu í Þjóðleikhúsinu, sem aðalleikari. Síðan á að henda Sævari Gunnarssyni Hjá sjómannasambandinu út í hafsauga, þó fyrr hefði verið. Búin að semja sjómenn niður í skítinn.

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 00:54

10 identicon

Munið bara að glugga í félagsfræði 103

L (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband