Mogginn skrifar ekki um spillingu

Það er að verða nánast ómögulegt að fylgjast með með því að lesa Moggann. Ég fór inn á Eyjuna og þar morar allt í fréttum af spillingu stjórnmálanna en á Moggin flytur nú sauðsvörtum almúganum bjartsýnisfréttir hannaðar af Alþjóðagjaldeyrsisjóðnum.

Þórður Friðsjónsson segir frá því í viðskiptablaðinu hvernig stjórnmálamafían kom í veg fyrir Enskilda Banken í Svíþjóð eignaðist Landsbankann. Það voru þeir kumpánar Davíð Oddson, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson sem töldu að málum væri betur borgið með öðrum hætti. Trúlega fyrir sjálfa sig og sína nánu vini eins og t.d. Kjartan Gunnarsson.


mbl.is Bati í augsýn um mitt ár 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, það er hálf sorglegt hvernig þetta er.

Hinsvegar er ekki allt neikvætt, það má ekki gleyma því góða sem verið er að gera. Maður er frekar vanur því að Mogginn sé með niðurrifsstarfsemi á því.

Annars er þetta gömul tugga frá AGS og mesta furða að nokkur nenni að lesa spár þeirra lengur. Held þeir hafi bara ALDREI haft rétt fyrir sér um neitt. Láta sjimpansa fá slembitæki og honum gengi áreiðanlega betur eða a.m.k. jafn vel.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.10.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband