Margnota gjaldeyrisvaraforði

Hvernig er hægt að nota hundruð milljarða "hóflega". Ekkert hefur verið hóflegt í framgöngu ráðamanna undanfarið ár og hvert klúðrið elt annað.

Sífellt er verið að villa um fyrir almenningi og menn orðnir dasaðir af því að geta í eyðurnar.

Stóra leyndamálið í dag eru leynieigeindur bankanna sem Steingríms J geymir í rassvasanum en hann verður að fara að teljast Íslandsmethafi í blekkingum og leynimakki.

Hér fylgir grein sem fréttablaðið birti fyrir tíu dögum síðan:

Sett voru á gjaldeyrishöft til þess að verja krónuna frekari falli eftir hrun bankanna. Helsta ógnin við gjaldmiðilinn var óþolinmótt fé jöklabréfaeigenda.

Erlendar fjármálastofnanir gáfu út jöklabréf sem seld voru aðilum, íslenskum eða erlendum. Kaupendur jöklabréfa veðjuðu á krónuna á sama tíma og bankarnir og erlendir vogunarsjóður tóku stöðu gegn henni. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett lokaðist fjármagn jöklabréfaeigenda inni. Þeir hafa því átt einan þann kost að endurfjárfesta fjármuni sína á Íslandi. Staða jöklabréfa og erlendra krónueigna er talin vera 400 til 600 milljarðar ISK en sumir telja að fjárhæðin sé um 620 milljarðar.

Viðskipti með jöklabréf eru íslenska ríkinu óviðkomandi. Þetta voru viðskipti á milli erlendra fjárfestingabanka og viðskiptavina þeirra með verðbréf í íslenskum krónum.

Eitt af áhyggjuefnum Seðlabankans er að ekki sé unnt að aflétta gjaldeyrishöftunum samkvæmt áætlun AGS. Fyrirhugað er að taka lán upp á 620 milljarða ISK til þess að styrkja gjaldeyrisforðann sem er 490 milljarðar en þar af eru 210 milljarðar hrein eign. Til samanburðar þá var gjaldeyrisforðinn 163 milljarðar árið 2007 og 67 milljarðar árið 2005. Já, segir kannski einhver "en það sýndi sig að þetta var allt of lítill varaforði." Jú rétt er það en við gjörólíkar aðstæður. Bankarnir voru risavaxnir og Seðlabankinn átti að geta staðið undir lánum til þrautavara.

Í greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra, 6. október síðastliðinn, segir m.a. um mikilvægi rausnarlegs gjaldeyrisforða "Það eflir getu Seðlabankans til þess að mæta hugsanlegu útstreymi og dregur um leið úr líkum á því að til þess komi." Sérstaka athygli vekur að Seðlabankinn telur að gjaldeyrisforðinn (risalánið) dragi úr líkum á útstreymi en litlar líkur eru á því að þessi kenning standist enda verður traust á íslensku efnahagskerfi ekki reist á einni nóttu heldur er það langtímaverkefni. Öllu líklegra er að aðilar sjái risalánið sem farseðil úr landi. Að hræðsla muni ráða för.

Það er ávallt áhugavert þegar hagfræðingar setja sig í spor sálfræðinga og telja sig sjá fyrir um hegðun fólks. Er trúverðugt að álykta að einstakir fjárfestar kynni sér efnahagsstefnu yfirvalda eða hvað þá heldur túlki trúverðugleika hennar þegar þeir taka ákvörðun um það hvar þeir telji fjármunum sínum borgið? Gleymum því ekki að þetta eru aðilar sem tóku stöðu með krónunni þegar aðrir veðjuðu gegn henni.

Stjórnvöld segja að geyma eigi risalánið og greiða af því 20 milljarða á ári í vaxtamun. En samkvæmt ofangreindri tilvitnun í greinargerð Seðlabankans virðist eiga að grípa til þessa varasjóðs þegar gjaldeyrishöft verða afnumin. Gríðarleg áhætta fylgir þessari fyrirætlun. Líklegt er að jöklabréfaeigendur rjúki með fjármuni úr landi en að Íslendingar sitji uppi með að greiða fulla vexti af risaláninu í stað vaxtamunar, þ.e. vextir af innistæðum hverfa en vextirnir ekki.  Það mun síðan lenda á komandi kynslóðum að endurgreiða þessa skuld.

Þetta vekur upp spurningar um áform AGS um að "bjarga" fjármagnseigendum sem vilja koma fé úr landi með því að taka risalán sem lendir á íslenskum skattgreiðendum?

Fagfjárfestar höfðu alla burði til þess að taka upplýsta ákvörðun um áhættuna sem fylgdi því að fjárfesta í jöklabréfum. Það er fullkomlega réttmæt spurning að spyrja hvort íslenskur almenningur eigi að bera tapið af hruninu, en auk þess að fjármagna bætur til fagfjárfesta. Þessi viðskipti með jöklabréf komu íslenskum almenningi ekkert við.

Lögð hefur verið ríkuleg áhersa á að spyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við hugtakið traust en í greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra segir "litið er á aðkomu sjóðsins sem heilbrigðisvottorð fyrir þá efnahagsstefnu sem mótuð hefur verið." Þetta er í mótsögn við niðurstöðu Center of economic policy research.  CEPR segir um spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í löndum þar sem hann hefur haft aðkomu... að þær feli í sér munstur mistaka sem veki spurningar um hlutleysi sjóðsins.


mbl.is Nota forðann í afborganir lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þegar haft er í huga að allir helstu ráðgjafar Ríkisstjórnarinnar koma úr hinum hrunda Landsbanka þá virðist útlitið dökkt.  En hvar er hinn sænski ráðgjafi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það hringja allar viðvörunarbjöllur núna!

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 29.10.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það er hlutverk AGS að BJARGA fjármagns eigendum, en alveg óskiljanlegt að "vinstrí stjórn" skuli einnig taka að sér slíkt hlutverk...!  Sýnir bara að Steinríkur stígur ekki í vitið er kemur að efnahagsstjórn.  Þessi ríkisstjórn er ekki bara gagnlaus, hún er & hefur alltaf verið "stórhættuleg land & þjóð..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 29.10.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband