Það sem ekki má tala um: "MÚTUR!"

Eyjan flytur fréttir af því að Ólafur F telji að maðkur sé í mysunni í útboðsmálum Reykjavíkurborgar.

Það liggur fyrir að auðmenn á Íslandi hafa gengdarlaust borið fé á stjórnmálamenn á Íslandi í gegnum kosningasjóði og stýrt því þannig hverjir hafa komist til valda á Íslandi. Því er sífellt beint að almenningi að "hann beri ábyrgð" vegna þess að "hann hafi kosið þetta yfir sig".478666A

Málið er ekki svo einfalt því að auðmenn og strengjabrúður þeirra í stjórnmálum hafa lagt undir sig fjölmiðla og ljúga gengdarlaust að almenningi á milli þess sem þeir bera fram hræðsluáróður og eða eru uppteknir í leynimakki í "reykfylltum bakherbergjum" eins og það er stundum kallað.

Ekkert lát hefur orðið á þessu.

Stjórnmálamenn draga fram fín orð sem enginn skilur til þess að matreiða ofan í sauðsvartan almúgann. Stöðuleikasáttmáli hefur tekið við af orðinu þjóðarsátt. Vangetan er falin með fínum orðum eins og þjóðhagsspárforsendum og efnahagslegum stöðugleika.

Orðinu mútur er vandlega haldið utan við fréttir enda ekki fínt orð.

Menn reyna nú að bera því við að kosningasjóðir séu friðhelgir fyrir þessu lágkúrulega hugtaki og að mútur séu ekki mútur ef þær fara í gegn um kosningasjóði.

Stjórnmálamenn vilja gjarnan viðhalda framferði sínu og virðast stefna að því að uppgjör og "endurreisn" byggist á því að hegðun þeirra sé sett í orðatilbúning sem gefi því virðulega ásýnd en að ormagryfjan sé áfram fóðruð með græðgi og spillingu.

Ef hagsmunaaðili (t.d. einhver sem vill fá verkefni hjá borginni) vill bera fé á stjórnmálamann til þess að tryggja sér verkefni eða annað þá er trygg leið að leggja nokkrar milljónir í kosningasjóð vegna þess að kosningasjóðir eru undanskyldir hugtakinu mútur að mati þeirra sem telja sig hafa skilgreiningarvaldið.103042

Mútumál stjórnmálamanna hafa verið vandlega þögguð niður eftir kosningar enda valdhöfum lítill greiði gerður með því að farið sé í saumanna á því hvernig fjármunir hafa streymt inn í flokkanna.

Það sem er þó skaðlegast í þessu efni er að menn virðast ætla að halda uppteknum hætti með vinagreiða og leynimakk. Steingrímur J kallar t.d. þjónustulund sína við fjármálaöflin "að rísa undir vandanum" og setur upp ábúðarmikinn svip.

Framlög lögaðila til vinstri grænna og sjálfstæðisflokks sem hlutfall af ríkisstyrk voru svipuð árið 2007 en ekkert hefur verið gefið upp um framlög til flokkanna árið 2007 en þeirri tálsýn haldið að fólki að framlög frá einkaaðilum hafi að mestu lagst af eftir að ríkisstyrkjum til flokkanna hafi verið komið á árið 2007.Gaddavír Upphæð ríkisstyrks speglar fjölda þingmanna hvers flokks og því eru framlög frá lögaðilum (fyrirtækju) sem hlutfall af ríkisstyrk sambærileg við fjárhæð styrkja deilt á þingmann.

Þetta þýðir að fyrirtækin hafa greitt sambærilega fjárhæð fyrir hvern þingmann vinstri grænna og hvern þingmann sjálfstæðisflokks. Hver þingmaður framsóknar fylgir síðan í fast á eftir en ódýrastir eru þingmenn samfylkingar. Framlög fyrirtækja til fjórflokksins voru árið 2007 um 125 milljónir.

Ég ætla að leyfa mér að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og benda á að mútur eru gjafir gefnar í því skyni að hafa áhrif á embættisfærslur og meðferð með almannafé og eignir hvort sem fjármunirnir eru settir í kosningasjóð eða á leynireikning í Sviss.

Stjórnmálin á Íslandi hafa þróast um þessar mútugreiðslur þannig að einstaklingar innan stjórnmálanna hafa farið að keppast um hylli þeirra sem leggja í sjóði þeirra í stað þess að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Litið er á menn sem duga vel til fjáröflunar sem gullkálfa innan flokkanna og þeim útdeilt embætti virðingar og valda. Þetta hefur mótandi áhrif á siðgæði í stjórnmálum og stjórnsýslu.Gullkálfur

Stjórnmálamenn verða inngróinn hluti af fjármálamafíu og taka græðgina með sér inn á Alþingi þar sem þeir skammta sér ofureftirlaun, 400 milljónir á ári til þess að viðhalda fjórflokkakerfinu og 200 milljónir á ári í skúffufé ráðherra til þess að viðhalda kjördæmapoti.

Þess hefur verið vandlega gætt að ekki læki út úr bönkunum upplýsingar um framlög þeirra af ýmsu tagi til stjórnmálamanna. Það hafa t.d. gengið sögur um það að að stjórnmálamenn hafi verið styrktir beint og framhjá kosningasjóðum t.d. með því að fjármálafyrirtæki eða auðmenn hafi fengið sendan reikninginn fyrir kostnaði. Fyrirgreiðslur í bönkum og afskriftir lána hafa einnig verið orðaðar við þingmenn.

Það verður að spyrja þeirrar spurningar hvaða tök útrásarvíkingar og stóriðja hafi á stjórnmálamönnum, stjórnendum lífeyrissjóða, embættismönnum og jafnvel fjölmiðlamönnum vegna vitneskju þeirra sem hafa mútað um mútuþægni þyggjenda.


mbl.is Erlendir bankar með áhuga á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég dáist að þér Jakobína, hvað þú ert ötul við þessar færslur.  Ekki veitir af að skapa aðhald. Ekki vanmet ég gildi bloggsins fyrir stjórnmálaumræðuna sem áður fyrr var einkamál elítunnar en er nú umræðuvettvangur almennings með atbeina fólks eins og þín sem láta sig málin varða. takk fyrir það

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2009 kl. 19:28

3 identicon

Jakobína, þetta er virkilega scery. En þetta meira tótallý sens. Takk fyrir að standa vaktina.

Rósa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:31

4 identicon

Ég missi helst ekki af neinum pistli hjá þér. Það kemur í ljós að þú hefur rétt fyrir þér. En nú vilja flestir bara loka augunum. Á mínum vinnustað var fólk að éta upp jákvæðu fréttirnar; börnum líður vel, Jóhanna segir allt á uppleið . . . og einhverjar bull-fyrirsagnir til viðbótar. Ég sagði bara: trúið þið þessu? Þögn, og byrjuðu að ræða saumaskap. Ég held að við eigum eftir að fá Krabbamein ef við bælum allt niðri.

Erla (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ingunn mælir malið rétt...

Steingrímur Helgason, 29.10.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Góður punktur hjá þér að benda á það að auðmennirnir hafi haft áhrif á það hverjir stjórna landinu. Það er alltaf verið að núa okkur um nasir að berum svo mikla ábyrgð á þessum stjórnmálamönnum af því að við völdum þá á þing. Málið er að þeir lhafa logið sig inn á þjóðina með hjálp auðmanna.

Helga Þórðardóttir, 30.10.2009 kl. 00:12

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli þarna sé komin ástæðan fyrir því að skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið frestað?  Það er svo mikil spilling og svo margir þingmenn viðriðnir mútuþægni.  Er verið að reyna að fela slóðina?   Maður spyr sig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2009 kl. 00:19

8 identicon

Ég les bloggið þitt á hverjum degi og er sammála þér í flestu, kjarnyrt og hittir oft í mark, en alltaf bíð ég eftir því að þú yfirgefir hliðarlínuna ... er ekki kominn tími til að yfirgefa hana ?

L (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband