Yfir 600 milljónir til fjór-flokksins

Þingmenn og ráðherra eru ekki að spara þegar þeir eiga sjálfir í hlut eins og kom fram í Kastljósi kvöldsins.

Styrkur til flokkanna er um 400.000.000

Framlag til flokkanna er um 80.000.000

Skúffupeningar til ráðherra um 200.000.000

Það er augljóst að með þessu kerfi er fjór-flokkurinn óvinnandi vígi fyrir minni flokka.


mbl.is Fjölmenni á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það þarf að láta viðkomandi standa skil á bruðlinu og læsa svo öllum skúffum.

Þráinn Jökull Elísson, 30.10.2009 kl. 01:34

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm. þeir sjá um sig - og sína.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 30.10.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er náttl. bilun.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 15:47

4 identicon

Þessi staðreynd sýnir enn eina birtingarmynd fjórflokksins hér á landi - þar sem valdamenn eru komnir í þá aðstöðu að semja beint við sjálfan sig.  Eru í raun báðum megin við borðið; vegna eðli "flokksins".

Skammta sjálfum sér og veita vel.  

Ég spyr:  Hvað hafa fjórir stjórnmálflokkar í 300 þúsund manna þjóðfélagi að gera með það að hirða hundruði milljóna á ári upp úr vösum vinnandi fólks hér ?

Önnur spurning er:  Hvernig dettur lýðræðiskjörnum einstaklingum í  hug að taka við tugmilljónum frá stórfyrirtækjum á sama tíma og þeir eiga að vera að gæta hagsmuna almennings - sem kaus þá ?  Þurfa síðan að skríða  fyrir þeim - en "Æ skal gjöf til gjalda" eins og við höfum séð svo oft undanfarið.

Það er alveg ljóst að það er ekki heil brú í þessu hér og menn eiga að skammast sínn fyrir svona framkomu gagnvart fólkinu í landinu - og leggja þetta af nú þegar. 

En vegir fjórflokksins eru mjög sérkennilegir fólki sem er ekki samdauna firringunni.  

Það sem er ánægjulegt núna er það að gríman er fallin, en átökin í kringum frágang Icesaveóreiðunnar hefur tekið mjög á fjórflokkinn. Baldur McQueen er með afbragðsfærslu hér sem opinberar þessar einföldu staðreyndir

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 00:34

5 identicon

Hér kemur umræddur tengill á þessa afbragðsfærslu Baldurs. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband