2009-10-31
Skrítið stríð á Íslandi
Stóriðjan á Íslandi hefur verið einn af þeim þáttum sem leiddi til hrunsins.
Stóriðjan hefur komist upp með að gera leynisamninga um smánarverð fyrir orkuna en margir eru á þeirri skoðun að Íslenskir orkunotendur styrki stóriðjuna. Orkuver sem fullnægja innlendri notkun Íslendinga eru búin að greiða sig upp en lítið bólar á lækkun orkuverðs.
Það gerir veru álvera hér á landi enn viðsjárverri að hún greiðir lítinn skatt hér á landi. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar gerði samninga við stóriðjuna sem tryggði henni smánarskatta hér á landi. Skattar fyrirtækja sem teljast til erlendrar stóriðju standa undir innan við 0.5% af tekjum ríkissjóðs.
Það er bráðnauðsynlegt að skattlegja stóriðjuna til þess að ná eðlilegum arði af henni inn í þjóðarbúið. Þessu eru kapitalistar mótfallnir og sú undarlega staða er kominn upp að sjálfur verkalýðsforingi Íslands er mótfallinn þessari skattlagningu og verður því að teljast til kapítalistanna.
Verkalýðsforinginn sem sumir hafa viljað kalla Gylfhjálm sem foringinn upplifir sem einelti telur heppilegra að skattleggja launakostnað í fyrirtækjum. Þetta getur haft þau áhrif að lækka atvinnustig í landinu, þ.e. auka atvinnuleysi því tryggingagjald fyrirtækja telst til launakostnaðar í bókhaldi þeirra.
Kapítalistarnir sem berjast fyrir því að fá stóriðju í landið gera það af annarlegum hvötum því reynslan sýnir að þegar búið er að koma upp álveri skilar það nokkurn veginn engu til þjóðarbúsins.
Þessir sömu kapítalistar óttast auðlinda- og orkuskatt og telja að stóriðja eigi að geta hreiðrað um sig skattfrjálst í landinu en það eyðileggur aðra atvinnustarfsemi. Frumkvöðlar af ýmsu tagi hafa hrakist úr landi með arðbæra framleiðslu vegna þess að stefna fyrri ríkisstjórna hefur verið að halda í skefjum annarri starfsemi en fjármálaiðju, stóriðju og braski með kvóta.
Forstjórnar álveranna hafa verið að nudda sér utan í AGS og eru trúlega að leita ásjár þeirra til þess að vinna gegn því að ríkisstjórnin hækki á þá skattanna. AGS er í klemmu því Rozwadowski hefur margsinnis haldið því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandi sér ekki í það hvernig ríkisstjórnin deili niðurskurðinum á milli skattheimtu og lækkun útgjalda ríkissjóðs. Það verður fróðlegt að sjá hvort ríkisstjórnin þorið að halda uppi þessu stríði en hugmynd um auðlinda og tobinskatt er eina almennilega lausnin sem ríkisvaldið hefur komið með frá hruni. Merkilegt að Gylfi Arnbjörnsson skuli berjast gegn þessu rétt eins og hann virðist vera fylgjandi kvótabraskinu.
Góð tíðindi fyrir Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
Já er það ekki einmitt málið. Að þegar hagfræðingar setjast niður og reikna þá er viðfangið orðið að tölum á blaði og snýst ekki um lífskjör eða réttlæti og alls ekki pólitík. Þeir segja að hækkun tryggingagjalds skili hugsanlegu því sama og orku og stóriðjuskattar en enginn áttar sig á að með því er ríkið að greiða sjálfu sér skatt! Því ríki og sveiterfélög eru stærstu vinnuveitendurnir. Þannig er umræðan öll á skjön því menn eru að blanda saman hagfræði og stjórnmálum.
Orkuskattar og umhverfisskattar eru tæki til að leggja á auðlindaskatta til að koma til móts við breyttar forsendur því við sitjum í dag uppi með 500 ma skuld Landsvirkjunar vegna Kárahnúkavirkjunar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 11:04
Það vantar inn stuðning og tölur varðandi stóriðjuna t,d Kárahnúkavirkjun kostaði 133 milljarða heildar fjárfesting á þessum árum byggingariðnaði og annarri atvinnustarfsemi var 1.030 milljarðar Kárahnjúkavirkjun var því 13% af heildar upphæðinni.?
Það vantar inn nöfn á þeim forstjórum sem nudda hafa sér upp við AGS og heimildir.
Það vantar líka rökstuðning hvað stóriðjan greiðir í skattálag í % miða við önnur fyrirtæki er hún ekki bara sú sama?
Það vantar líka rökstuðning tölur og útreikning hvort og hvað mikið almenningur greiðir niður raforkuverð?
Það vantar inn gjaldeyristekjur af stóriðjunni sem eftir verða í landinu ?
Vona fljótlega eftir svari.
Rauða Ljónið, 31.10.2009 kl. 11:26
133 milljarðarnir voru kostnaður vegna síflu og aðrennslisganga. Ekki heildarkostnaður. Þessi verkþáttur sem var langstærstur var unnið af Impregilo og átti að kosta 96 milljaðra en fór langt fram úr áætlun. LV vill meina að þessi umfram kostnaður hafi verið einungis 7% umfram kostnaður :D En miðað við áætlanir þá mátti verkið ekki fara meir en 10% fram úr áætlun til að arðsemi næðist. sbr arðsemis og áhættu skýrsla sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg árið 2003.
Einnig ber að athuga að tölurnar sem Rauða Ljónið notar eru fyrir efnahagshrun og því allt aðrar miðað við núverandi gengi.
Það væri gaman að vita hvort að Rauða Ljónið viti hverjar nettó gjaldeyristekjur eru? Og hversu kostnaðarsamt það var fyrir okkur Íslendinga að horfa uppá álfyritækin fara á svig við gjaldeyrishöftin.
Andrés Kristjánsson, 31.10.2009 kl. 12:04
Virkjunin skilar um 10% meiri orku en ráð var fyrir gert sú orka greiðir upp meira en kostnaðaraukningin var á þessum framkvæmdum, annars var ég að biðja greinarhöfund um staðreyndir og rökstuðning hvort hér sé rétt og satt farið með.
Rauða Ljónið, 31.10.2009 kl. 12:14
Til upplýsinga: Sagt var frá fundi álforstjóra með fulltrúa AGS í Spegli ríkisútvarpsins 26. október síðastliðinn. Þegar fréttamaður útvarpsins gekk á fund AGS mætti hann í gættinni ÖLLUM forstjórum álfyrirtækja á Íslandi. Hvað þeim og landstjóra AGS fór á milli veit enginn en sjálfsagt hafa þeir verið að skipuleggja spilakvöld.
Guðmundur Guðmundsson, 31.10.2009 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.