Traust er skrítið hugtak

Hugtakið traust hefur tröllriðið umræðunni frá bankahruni. Hugtakið er auðvitað mjög loðið og oftar en ekki lítið gefið upp um hvaða eiginleikar einstaklinga eða stofnana hafa áunnið þeim traust. Hverjir treysta viðkomandi og á hvaða forsendum er einnig gjarnan látið liggja á milli hluta.

Orðspor er nátengt orðinu traust og gefur því almennari skírskotun. Fyrirtækið sem um er rætt í fréttinni hefur á sér það orðspor að það stefni að einokun á matvælamarkaði og beiti bolabrögðum til þess að halda í skefjum samkeppni og hindra að neytendur hafi eðlilega valkosti.

Fyrirtæki af þessum toga hafa haldið uppi blekkingarleik til þess að ávinna sér jákvæða ímynd á sama tíma og þeir ástunda glórulausa stefnu í tilburðum til einokunar.

Fyrirtæki hika ekki við að misnota sér bágindi í samfélaginu og til þess að halda uppi auglýsingamennsku. Gott dæmi um þetta eru tækjagjafir einokunarfyrirtækja til barnadeilda á sjúkrahúsum sem þeir láta merkja kirfilega að sé gjöf frá viðkomandi fyrirtæki. Við nánari íhugun ætti þó hverjum manni að vera ljóst að ekki er um gjöf að ræða heldur billega auglýsingu eins og merkingarnar bera vott um.


mbl.is 1998: Eigendur njóta trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það á að berja í okkur lygina þangað til við förum að trúa.

Kv,ari

Arinbjörn Kúld, 1.11.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mjög sorglegt að svona ætla menn að vinna sig út úr kreppunni afskrifa skuldir þeirra sem komu okkur í hana.

Sigurður Haraldsson, 1.11.2009 kl. 20:23

3 identicon

Bankabjáninn hann Finnur verður að fara að passa sig og það all verulega.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:32

4 identicon

Fimmtudaginn 28. apríl, 2005 - Aðsent efni

Gróði af stjórn

Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen fjallar um sölu Símans: "Ég tel skynsamlegast að þjóðin haldi í grunnnetið og það verði ekki selt með Símanum..."


ÞAÐ hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum fjaðrafokið út af fyrirhugaðri sölu á Símanum. Þessi gullgæs hefur frá upphafi verpt eggjum fyrir sameiginlega sjóði og með því lækkað tekjuskattinn beint og óbeint á almenning samhliða því að vera einn af okkar þörfustu þjónum frá því að hestar voru aflagðir sem slíkir á síðustu öld.

Nú stendur til að selja gæsina góðu og fá hana til að verpa út um holt og heiðar, eða svo er sagt.

Einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að enginn einn aðili eða skyldir hagsmunaaðilar megi eiga meira en 30% atkvæða í Símanum.

Hér mætti spyrja hvað það sé sem hangi á spýtunni fyrir fjárfestana sem bíða eftirvæntingarfullir að komast yfir Símann?

Flestir eru því sammála, að til að stjórna fyrirtæki, þurfi aðilar að hafa forráð yfir meira en helmingi hlutabréfa. Sérstaklega á þetta við um lítil fyrirtæki sem fáir hluthafar eiga en ekki sjálfgefið um stóru fyrirtækin.

Þar nægir oft einum aðila að eiga 10%-15% til að stjórna því einn.

Aðrir hluthafar eru svo miklu minni og eiga því erfiðara með að halda hópinn til að gæta hagsmuna sinna.

Sem dæmi getur einn maður með milljarð króna í hlutabréfum komist í þá aðstöðu að stjórna 20 milljörðum sem eru í raun eign fjöldans innan fyrirtækisins.

"Gróði af stjórn" getur því hlaupið á tugum og upp í hundruð prósenta með alls kyns fríðindum, góðum starfslokasamningum fyrir sjálfan sig, samráði um upplýsingar af verðbréfamörkuðum, hrossakaupum við tengd fyrirtæki og síðast en ekki síst með því að ná sér í greiðslur fyrir sérstaka þjónustu. Hinir venjulegu hluthafar sjá hins vegar sjaldan hærri tölur en 5% til 15% sem tekjur af sinni fjárfestingu.

Ég tel skynsamlegast að þjóðin haldi í grunnnetið og það verði ekki selt með Símanum til að tryggja samkeppni út frá jafnræðisreglunni.

Það er full ástæða til að óttast um hag landsbyggðarinnar að hún verði látin sitja á hakanum ef gróðinn er ekki ásættanlegur fyrir milljarðamæringana eins og dæmin sanna.

Höfundur vill enda þessar vangaveltur með því að taka undir orð hæstvirts utanríkisráðherra Davíðs Oddssonar sem segir það varasamt fyrir fólk að taka lán vegna kaupa í Símanum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

function caption_setwidth (img) { if (img.width) document.getElementById('gs-img-text').style.width = img.width + 'px'; }

B,N (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband