Hræddur forsætisráðherra

Ríkisstjórnin hefur þegar hafið áróður sinn sem sprottin er af hræðslu þeirra við útlenska ráðamenn og merkimiða. Því miður hefur þessi ríkisstjórn ekki dug í sér til þess að taka áróðursslaginn við Gordon Brown og Balkenende heldur hyggst hún stefna að því að smita þjóðina af ódug sínum og færa skuldir Björgólfs Thors sem ekki var yfirheyrður af rannsóknarnefnd Alþingis yfir á börn okkar og komandi kynslóðir. 

Ekki vantar heldur flokkunar- og skotgrafaáráttu samfylkingarinnar sem er búin að hengja merkimiða óvinarins á forsetann sem valdi að virða lýðræðið og standa með þjóð sinni.

Fjölmiðlarnir (lesist sérlega ríkisútvarpið sem var að senda mér 17.000 króna reikning fyrir ársáskrift að sefjun og áróðri) munu nú sýna sitt andlit berlega. Ég velti því fyrir mér hvort Capasent Gallup hafi hringt út félagalista samfylkingarinnar í skoðanakönnun sinni. 

Það er merkilegt að ekkert hefur verið birt um glæpastarfsemi í landsbankanum en ef lýðurinn samþykkir ekki Icesave munu Bretar yfirtaka landsbankann og fá aðgang af öllum gögnum þar.


mbl.is Jóhanna ræddi við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Jóhanna og Steingrímur eiga bæði eftir sleikja tærnar Gordon og Balkenende

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 6.1.2010 kl. 23:19

2 identicon

Sæl Jakobína, gott að þú er kominn aftur á bloggið.  Saknað bloggsins frá þér, þó ég sé ekki alltaf sammála, en nú er ég hjartanlega sammála þér.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að fá þig aftur, ég saknaði þín hérna á blogginu.  Hræðsluáróður samspillingarinnar er ótrúlega mikill, í sjónvarpinu, á stöð 2 og hérna á blogginu líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2010 kl. 01:16

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er orðin undarleg hjörð manna þessi samfylking, fer alveg að ná vitsmuna- og hegðunarstigi sjálfstæðisflokksins og framsóknar.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 7.1.2010 kl. 01:20

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég held að þau séu komin langt fram úr þeim Ari.

Velkomin aftur Jakobína.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband