Enn berst Eva Joly fyrir velferð Íslendinga

Eva Joly skrifar grein í norska Morgenbladet um málefni Íslendinga.

Hún segir að ákvörðun Ólafs Ragnars um að vísa Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu knýi sig til þess að skrifa um Ísland. Hún bendir á að lítill skilningur ríki enn um þetta mál í norskum fjölmiðlum.

Hún segir það grundvallaratriði að Icesave sem evrópskt vandamál en ekki deila á milli Íslendinga og Hollendinga og Breta eins og margir vilji túlka það. 

Samningnum er þröngvað upp á Íslendinga en það felur í sér að Íslendingar eigi að greiða 3,8 milljarða Evra með 5,5% prósent vöxtum fram til 2024 segir Eva Joly.

Eva Joly bendir á að mörg rök megi færa fyrir því að kröfur Breta og Hollendinga séu bæði yfirdrifnar og ólögmætar.  Eva Joly bendir á hrikalegar afleiðingar þessa samnings fyrir íslenskt samfélag og bendir á að það ætti að vera óhugsandi að ná fram slíkum samningum með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með því að beita hryðjuverkalöggjöf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband