Viðbrögð frá Noregi

 Moggin birti frétt af því að norski fjármálaráðherran teldi að Íslendingar ætti að standa við sína skuldbindingar. Ég skrifaði norska fjármálaráðherranum og benti á að hann væri að fara með rangt mál og sendi afrit til norsks fjölmiðils. Ég fékk við póst frá Thomas Vermes í dag sem er blaðamaður á norska blaðinu ABCnyheter en hann bendi mér á viðtal við norskan sérfræðing um ábyrgð ríkis á innstæðutryggingasjóði. 

Í viðtalinu segir ma:

Men forpliktelse til å dekke slike banktap har verken den islandske eller den norske stat ifølge EU-reglene som Island og Norge må følge gjennom EØS-avtalen, skal vi tro Hyttnes.

Hyttnes er aðstoðarforstjórni norska innstæðu tryggingasjóðsins en hann tekur undir að ríkið ber ekki ábyrgð samkvæmt EES samningnum. 

Hér er bréfið sem ég sendi:

Mr. Sigbjörn Johnson

For your information with reference to the Ministry of Finance news 04 02 2010

The Icesave accounts were a private enterprise. The Icesave accounts were insured by security fund that was private as well. Furthermore it met the requirements of the EU directives, which also state that the system MUST NOT be guaranteed by state or official bodies.

Whatever commitments have been communicated between the Government of Iceland and the Governments of Britain and Netherlands they must not conflict with the EU directives and therefore not include a state or official guarantee of any kind.

Furthermore, in Iceland, it is only the parliament that has the authority to make financial commitments on the behalf of the state, which render any financial commitment made by the Government, with regard to state treasury, invalid.

It may have come to your attention that state guarantee for the insurance fund has already been trough the Parliament and as allowed for in our constitution the President of Iceland did not sign the law but referred them to a referendum. This essentially means that the matter has been referred to a democratic process relieving the Government of any commitments. According to the Icelandic constitution the sovereignty lies with the nation but not the parliament.

In June 2008 Lord Davies who is a assistant Minister in the Department of Finance in Britain said about the responsibility for the Icesave accounts in Britain: FSA (the British body for bank control/supervision) is responsible for the control/supervision of activities and cash position of branches of foreign banks in Britain (among them Icesave). The branches are subject to European directives. Furthermore FSA is consciously in communication with supervisory bodies in the domestic countries of the foreign branches in Britain. (Stop quote)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Frábært framtak hjá þér Jakobína að senda athugasemdina og öll rök þín í skeytinu til ABC-nyheter eru rétt. Það var mikill fengur að fá yfirlýsinguna frá Arne Hyttnes. Allir sem eitthvað vit hafa á innistæðu-trygginga-kerfunum vita að það er rétt, sem Arne er að segja.

Hins vegar er ennþá fullt af kjánum sem ganga lausir og blaðra tóma vitleysu út og suður. Þetta fólk þarf að kaffæra með stöðugum staumi upplýsinga og vitnisburði frá fólki eins og Arne Hyttnes.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.2.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð.

Einn bjáninn gengur laus á blogginu hjá Agli í dag.  Þar fær hann út þessa niðurstöðu:

" Þótt lánasamningarnir séu ekki þjóðréttarsamningar þá byggist Icesave-skuldbindingin á þjóðréttarskuldbindingu Íslands samkvæmt EES-samingnum.

  Engar reglur eru um það í tilskipuninni hvernig fjármagna eigi tryggingakerfið.  Aðildarríkjum er látið það eftir. "

Og hans niðurstaða er að ESB reglugerðin kveði á um ríkisábyrgð, og það sé markaðsbrestur að ESA hafi ekki komist að sömu niðurstöðu og hann.

" Málsgreinin felur í sér að aðildarríki verður ekki gert ábyrgt gagnvart innstæðueigendum ef aðildarríki sjá til þess í fyrsta lagi að “koma á einu eða fleiri viðurkenndum kerfum sem ábyrgjast innlán” og í öðru lagi “tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.” Ef annað skilyrðið er ekki uppfyllt væri hægt að gera aðildaríki ábyrgt gagnvart innstæðueigendum.

. Þar sem ríkisábyrgð er grundarvallaratriði fyrir ríki varðandi innlánstryggingar hlýtur að hafa verið fjallað um hana með skýrum hætti á vettvangi ESB/EES, bæði við samningu tilskipunarinnar og í eftirfylgni með framkvæmd hennar. Annað er kerfisbrestur"

Eins og Egill er búinn að gera marga góða hluti, þá er sorglegt að hann skuli dreifa þessari heimsku, og ég held svei mér þá að hann trúi þessu sjálfur.

Þetta skýrir að ennþá skuli um 10% þjóðarinnar að segja Já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Fólk trúir heimsku, ekki rökum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott framtak hjá þér Jakobína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband