Svíar stýra andstöðu Norðurlanda gegn Íslandi

Sænskir bankar eiga mikilla hagsmuna að gæta í austantjaldslöndum. Það er mikið hagsmunamál fyrir fjármálakerfið í Svíþjóð að skuldir þjóða séu viðurkenndar. Fjármálakreppa í Sviþjóð á síðasta áratug varð þess valdandi að verlferðakerfinu í Svíþjóð hnignaði. Bankakerfið í Svíþjóð hefur greinilega mikil ítök í stjórnmálum þjóðarinnar.

Græðgi bankanna hefur ráðist að mannlegri reisn. Þvinganir, hræðsluáróður, þöggun og samráð alþjóðastofnana um að ryðja út forheimskandi áróðri er orðið hið viðtekna í hinu svokallaða alþjóðasamfélagi.

Norðurlöndin stíga nú fram hvert af öðru til þess að láta vita af því að  forysta í stjórnmálaum þessara landa er á mála hjá fjármálakerfinu. Í gær steig Finnland fram og í dag gerir Svíþjóð hið sama.

Alþjóðastofnanir virðast allar hafa tekið að sér það hlutverk að vera varðhundar alþjóðafyrirtækja, alþjóðafjármálakerfis og stóriðju. Unnið er að því kerfisbundið að koma verðmætasköpun og yfirráðum yfir auðlindum úr höndum almennra borgara og í hendur þessara 5% sem þegar hafa umráð yfir helming af auðlindum jarðar. 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Þakka þér fyrir ofangreint, algjörlega sammála, þetta sama er að gerast um allan heim, við megum ekki gefa eftir. Það er með ólíkindum hvernig þessir menn leyfa sér að höfða til ábyrgðar Íslands í alþjóðlegu umhverfi þar sem stefna þessa hóps er einmitt stærsti skaðvaldur alþjóðlega umhverfisins.

Gerður Pálma, 8.3.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka góða samantekt -

þetta er rétt hjá þér - allt saman -

núna vantar bara að danir leggist líka með rökkunum - kanski hefur það bara farið framhjá mér -

"Frændur" vorir ( lesist böðlar vorir ) hafa sínt sitt rétta eðli - ekkert annað en handrukkarar fyrir breta og hollendinga.

REYNUM SVO AÐ MUNA ÞETTA ÞEGAR ALLT ÞETTA VESEN ER UM GARÐ GENGIÐ -

HÆTTUM ÞESSU FRÆNDA-VINA BULLI.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.3.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hér er auðvitað kerfislæg spilling sem ekki hjálpar til og engin treystir því að hér muni ríkja lög og réttur. Neyðarlögin eru skýrasta dæmið um það.

Einar Guðjónsson, 8.3.2010 kl. 22:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hef vitað þetta lengi.

Verið augljóst, síðan um mitt sumar a.m.k.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 11:54

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svíar eru því miður í bandalagi við anstæðinga okkar, - þetta snýst um hagsmuni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 11:55

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 mikið rétt

Ásdís Sigurðardóttir, 9.3.2010 kl. 16:32

7 identicon

En ef breskur banki hefði opnað útibú á Íslandi og farið úr landi með sparnað fjölda Íslendinga.  

Bankinn hefði svo farið á hausinn og fé glatast.

Myndum við þá nokkuð gera kröfu á bretana að borga skaðann þó ekki væri nema hluta af honum ?

Fróðlegt væri að fá álit ykkar á því.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 17:49

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón Óskarson það fer í taugarnar á mér þegar þú þvælir svona á blogginu mínu. Íslenskur banki fór ekki með sparnað fjölda einstaklinga úr landi í Bretlandi. Sparnaður þeirra er enn í Bretlandi en þó hann hafi horfið af reikningum þeirra.

Ef breskur einstaklingur stelur af mér fjármunum ætlast ég ekki til að saklaust fólk standi skil á því. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband