Við skulum sýna aðgát í nærveru Jóns Ásgeirs...

...Gætum þess að skaða ekki viðkvæma sál.

Minnumst þess að fjölskyldur á Íslandi eru að missa heimili sín.

Minnumst þess að fólk þarf að ganga í gegnum niðurlægjandi ferli til þess að afla fæðis fyrir sig og börn sín.

Minnumst þess að  börn stríða við sálræn vandamál vegna fátæktar fjölskyldna

Minnumst þess að ýmis félagsleg vandamál skapast vegna þess að almenningi er gert að greiða skuldir misyndismanna

En það skal ekki einblína á sökudólganna. Geir Haarde gaf fyrirmæli um að ekki skyldi persónugera vandann og kallaði þá sem eru ósáttir við þau fyrirmæli skríl. 

Björgólfur Thor, Jón Ásgeir og Pálmi í Fons þurfa ekki að hafa áhyggjur af fátækt barna sinna. Vandamál þeirra eru af öðrum toga og beinist að því að þeir hafa áhyggjur af því að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. 

Frá því að bankarnir hrundu hafa ýmsir aðilar reynt að gera orðið "ábyrgð" merkingarlaust. 

Björn Bjarnason talaði ekki um glæpi eða afbrot heldur talaði hann um refsiverð athæfi. Björn hefur um árabil raðað dómurum í hæstarétt sem ekki eru valdir á forsendum faglegra hæfni. Aðilar sem skipaðir hafa verið í hæstarétt á þessum forsendum munu hafa vald til þess að ákvarða hvað sé "refsivert athæfi". 


mbl.is Bakkar ekki með nein ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frú Krímer hefur ákveðið að draga öll ummál sín til baka

Krímer (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Jón Ásgeir er siðblindur glæpamaður og mun alltaf haga sér sem slíkur.  Sömu sögu er að segja um vini hans þá Hannös og Pálma.  Siðblinda, mikilmennskubrjálaði og hvíta duftið fara mjög illa saman.  Þeir kumpánar eru lifandi dæmi um það.

Guðmundur Pétursson, 10.4.2010 kl. 18:38

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Eru þessir glæpamenn þá fallnir í duftið ?

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 15:54

4 identicon

Þeir eru dottnir íða

Krímer (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband