Vanræksa, framtaksleysi, vítavert gáleysi eða ábyrgðarleysi

Það gerist of oft að þegar þingmaður sjálfstæðisflokks viðrar álit sitt og færir rök fyrir því að ég fæ suðu í eyrun, Það hríslast um mig eins konar skömmustutilfinning, svona kjánahrollur eins viðkomandi hafi dottið á hausinn í fullum veisluskrúða. 

Á tuttugu ára valdaferli báru sjálfstæðismenn í krafti valds sem þeir hafa rausnarlega skammtað flokknum ábyrgð á því að endurskoða og tryggja réttmæti og samræmi landslaga. Aldrei hefur flokkurinn gert athugasemd við landsdóm eða lög um ráðherraábyrgð. Í kjölfar bankahrunsins töldu sjálfstæðismenn eftir því sem best verður séð ekkert athugavert við lögin. Hvorki fyrir né eftir rannsóknarskýrslu.

Kannski var það hluti af vanrækslu, framtaksleysis, vítaverðs gáleysis eða margrómaðs ábyrgðarleysis sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismaðurinn (homo snappus) hefur þróað með sér sérstaka hæfileika.

 

  • Hann getur bergmálað forystuna af einstakri nákvæmni.
  • Hann getur höndlað veruleikann þannig að hann fær á sig margræða mynd.
  • Hann getur tengt ólíklegustu atriði saman og kallað það rök. 
  • Hann getur flækt mál sitt svo að fréttamaðurinn situr bara ringlaður eftir.
  • Hann getur gert hluti eins og þekkingarleit tortryggilega
  • Hann getur með ótrúlegum árangri fært eigin afglöp yfir á önnur stjórnmálaöfl (Icesave)
  • Hann getur.....úff.... suða...svimi...ógleði...zzzzz

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þú getur prófað sjóveikitöflur við svimanum og ógleðinni sem sjálfsstæðismenn valda þér.

Benedikt Halldórsson, 13.9.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já eða slökt á sjónvarpinu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.9.2010 kl. 22:53

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil þig vel !!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband