Ábyrgð í stjórnmálum

Stjórnmálamenn á Norðurlöndum virðast vera meðvitaðir um ábyrgð sína. Ég sá viðtal við Monu Sahlin og fleiri í norska þættinum Skavlan. 

Þetta var skömmu eftir sænsku kosningarnar í haust en þar náðu Sveriges demokratarnir inn nokkrum þingmönnum en þeir eru af mörgum taldir eiga rætur sínar hjá ný-nasistum.

Mona Sahlin lýsti því yfir að bæði Social demokraterna (kratarnir) og Moderaterna (hægri flokkurinn) bæru ábyrgð á velgengni Sveriges demokraterna (sem vilja taka á innflytjendamálum).

Anne Holm fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs sagði í þættinum að velgengi Sveriges demokraterna mætti að miklu leyti skrifa á þöggun í málefnum innflytjenda í Svíþjóð. Fólk þyrfti að fá að ræða þessi mál án þess að sú umræða sé kennd við við rasisma.

 


mbl.is Mona Salin hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

MS hefði aldrei átt að verða formaður S aftur, eftir kortaflippið fræga, þegar hún fór til Maldíveyja á kostnað sænska ríkisins.

Væntanlega hefur verið leiðtogakreppa í S fyrst hún fór þangað inn eftir Göran Persson þó ég hafi ekki kannað það til hlítar.

Höfundur ókunnur, 15.11.2010 kl. 08:24

2 identicon

Sahlin skrivar nafn sitt med h - ekki Salin. Og Sverigedemokraterna heitir nýi flokkurinn sem fékk 20 saeti í saenska thinginu ( Riksdagen).

S.H. (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er rétt. Sahlin er með hái og velgengni Sveriges demokraterna var mikið högg en punkturinn í þessari færslu er að stjórnmálamaðurinn játar ábyrgð.

Hvað svo sem má segja um Sahlin þá er hún nokkrum þrepum fyrir ofan íslenska stjórnmálamenn þótt það sé í sjálfu sér ekki mikið hrós.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband