Ofurdramb og hroki

Íslendingar hafa vaknað upp við vondan draum. Það er verið að braska með auðlindirnar án þess að stofnað hafi verið til umræðu um viðhorf þjóðarinnar til nýtingu náttúruauðlinda né heldur hefur verið mótuð stefna í auðlindamálefnum.

Frammistaða stjórnvalda hefur verið afleit. Gjörningar voru framdir í skjóli fyrri ríkisstjórna en þá er líka verið að fremja í skjóli núverandi ríkisstjórnar.

Skýringuna á vangetu stjórnmálamanna tel ég helst að finna í svokölluðu

220px-GreatGeysirEruption

 hybris heilkenni þeirra sem setið hafa (of) lengi á þingi. Heilkennið lýsir sér í ofurdrambi og hroka. Þeir trúa því sjálfir að þeir hafi yfirburði og að það sem þeir hugsa sé rétt og gott bara af því að þeir eru að hugsa það. Þeir hunsa faglega nálgun. Þeir láta undir höfuð leggjast að móta stefnu sem byggir á framtíðarsýn.

Ég nenni ekki að velta mér upp úr persónuleika stjórnmálamanna í sjálfu sér en afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Það er sorglegt að horfa upp á það hvernig ofurdramb og hroki stjórnmálamanna sem hunsa ráð vísindamanna og sjálfbærnisjónarmiða eru að draga úr lífsgæðum komandi kynslóða.  


mbl.is Íhuga að selja 25% í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2010 kl. 01:32

2 identicon

Það mun enginn innlendur fjárfestir þora að koma nálægt þessu braski, enda mun verða undið ofan af þessari vitleysu með eignarhald Magma fljótlega!

kalli (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 04:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vona það Kalli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband