AHA, Ísland ekki nægilega skuldugt

Ríkissjóður hefur tekið lán upp á þúsund milljarða. Umræða um þessi lán hefur einskorðast við vaxtabyrðina en lítið fjallað um hvernig eigi að fjármagna endurgreiðslur.

Stjórnmálamenn forðast það eins og heitan eldinn að nota hugmyndaflugið til þess að finna leiðir til þess að grynnka á erlendum skuldum. Hugur þeirra virðist vera fastur í þráhyggju sem kallar á meiri lán og meir vanhæfni. Guð forði okkur frá því að gera eitthvað sjálf og leita sjálfbærra lausna.

Þetta kemur vel fram í ummælum Más Guðmundssonar:  „Þá þyrftum við að treysta á innri öfl Ísland og halda áfram að kaupa gjaldeyri,“

Ef við eflum atvinnulíf og útflutning þá þurfum við ekki að lifa á lánum sem börnum okkar er ætlað að borga. 


mbl.is Segir bankamenn í startholum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Jakóbína!  Efli þeir atvinnulíf og úyflutning,fær fólkið of mikið sjálfstraust,það verkar illa,gerir stjórninni erfitt fyrir.    Frekar veðsetja þeir auðlindir og vinnu óborinna Íslendinga. Þeim er ekkert heilagt nema kanski Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Útflutning!!

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2011 kl. 12:36

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hafið þið hugsað út í hvað seðlabankastjóri er eiginlega að segja ?  þetta er mitt álit á því  

http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1147741/

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.3.2011 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband