Trúðarnir vega að ungviðinu

Spurningin er: erum við sátt við þetta?clown 2

Hér vaxa peningar á trjánum þegar sprauta þarf fjármagni inn í bótasjóði sem rændir hafa verið afclown stórnmálamönnum og þeim sem mútað hafa stjórnmálamönnum.

Lítill skortur er á peningum þegar það vantar milljarða inn í sparisjóði sem stjórnmálamenn hafa grætt á í skjóli innherjavitneskju.

Ekki munar ríkisstjórninni um að borga Icesave fyrir Björgólf Thor.

Ekki er ríkissjóður blankur þegar hann veitir Björgólfi Thor undanþágu frá því að greiða skatta sem almennt þykja eðlilegt framlag vegna þátttöku í samneyslunni.Crying child

OG...

ekki vantar útskýringarnar á því hvers vegna það borgar sig að greiða einkaskuldir Björgólfs Thors og fela almenningi að borga skattana fyrir fyrirtæki hans.

EN...

eru ekki til neinar skýringar sem réttlæta það að við hlúum vel að börnum okkar?crying child 2


mbl.is Munu hlusta á athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Svarið virðist vera Já Jakobína.

Þó trúðarnir séu hraktir í vörn, og komi fáu í verk, þá halda þeir völdum.  

Það þurfti ein mótmæli í viðbót í haust, þau komu ekki.

Segir því miður allt sem segja þarf.

Trúðarnir munu meira að segja standa af sér ICEsave Nei-ið.

En það er von í dag, kannski er uppreisn hafin gegn spillingu og heimsku í VG.  Það neyðir Sjálfstæðisflokkinn til að taka af skarið, og ganga í stjórn með Samfylkingunni.

Þá er spurning hvort allt verði vitlaust.

Svo er hugsanlegur möguleiki að þetta útspil Lilju sé plott til að styrkja stöðu Ögmundur, það er að það fari ekki nógu margir þingmenn úr flokknum til að fella stjórnina, fyrst að sá sem Borgarhreyfingin tók fram fyrir þig, sveik, en hótunin sé að hinir fari á eftir.

Þá er Guðfríður Lilja spurningin.

Til hvers var hún að eiga barn ef hún stuðlar að skuldaþrældómi þess og örbirgð????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband