Sjálfstæðisflokkurinn sáttur við Landsdóm

Á tuttugu ára valdaferli sjálfstæðisflokksins sá forysta hans enga ástæðu til þess að breyta lögum um Landsdóm. Samkvæmt núgildandi lögum njóta ráðherrar friðhelgi en því er Landsdómur eina úrræðið.

Sjálfstæðisforystan hefur lengi notað þá taktík að kjafta sig frá lögum og stjórnarskrá. Telja að ef þeir brjóta lög þá myndist lagahefð. Ef þessi rök halda þá er það glæpsamlegt atferli en ekki alþingi sem varðar leiðir í réttarríkinu. 

Ótalmörg dæmi eru í stjórnarfari Íslands um hefðir sem taldar eru hafa æðra lagagildi en landslög og stjórnarskrá. Almennt séð virðist forysta stjórnmálaflokka telja að hefðarréttur hafi myndast um að ráðherrar þurfi ekki að fara að lögum og stjórnarskrá.

Þetta hefur í för með sér stjórnleysi og agaleysi í samfélagi samtímans.

Spillingin í efri lögum stjórnsýslunnar er djúpstæð og menn eru svo samdauna spillingunni að þeir líta á hana sem eðlilegt stjórnarfar.

Ég trúi því vel að Geir líti svo á að hann sé æðri landslögum og að Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna taki honum opnum örmum vegna þess að hann hefur verið látinn sæta þeirri niðurlægingu að þurfa að svara til ábyrgðar vegna verka sinna. 

Forysta sjálfstæðisflokksins er mjög meðvituð um skyldur almúgans. Davíð Oddsson rak ræstingakonuna sem stalst til þess að hringja í systur sína í vinnunni.Tíuþúsund manns sem sameinaðist á Austurvelli tókst að reka Geir frá störfum. Það þarf ekki nema fjöður til þess að stjaka við hinum almenna borgara en lyfta þarf björgum til þess að ýta spilltum stjórnmálamönnum af stalli. 


mbl.is Stefna til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góður pistill Jakobína.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 09:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála góður pistill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2012 kl. 10:28

3 identicon

http://eyjan.is/2012/03/01/i-dag-sigradi-gamla-island-nyja-island-segir-gunnar-aldrei-hafa-sed-gogn-um-gudlaug-thor/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 10:45

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Elín Gunnars Andersens málið er mjög furðulegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2012 kl. 11:33

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Ég trúi því vel að Geir líti svo á að hann sé æðri landslögum og að Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna taki honum opnum örmum vegna þess að hann hefur verið látinn sæta þeirri niðurlægingu að þurfa að svara til ábyrgðar vegna verka sinna. "

Hvaða ábyrgð ertu að tala um Jakobína? 

Eggert Guðmundsson, 2.5.2012 kl. 12:00

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ráðherraábyrgð sem felst í því að uppfylla skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2012 kl. 12:03

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Geir hefði tekið dómum  af auðmýkt, axlað sína ábyrgði, samþykkt niðurstöðuna þá stæði hann núna með pálmann í höndunum og samúð þjóðarinnar að baki sér.

Hann kaus frekar af stærilæti að lýsa yfir „stórsigri“, saka dómarana um spillingu og krefjast afsagnar manna hægri, vinstri.

 Sjálfstæðismenn hafa verið afar meðvirkir í þessari firru Geirs. Það er eins og þeir telji almennt að þegar þeir brjóta reglurnar, sé eitthvað að reglunum. Gjörðir sjálfstæðismanna virðast vera æðri lögum og jafnvel skapa lög.  

Í stað þess að standa uppi með stuðning og samúð landsmanna, hefur hann uppskorið andúð og er í augum alla þorra almennings „sprenghlægilegur og fáránlegur“, svo notuð séu hans eigin orð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 12:41

8 identicon

Allir í valhöll stjórnvaldselítunnar rísa heilagir upp og rífa svo kjaft.

En undarleg gráglettni, að alltaf er það Baldur sem einn fellur.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:19

9 identicon

 Björgúlfar og varúlfar stýra þessu öllu í gegnum glóbalíseraða bankaelítuna.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:25

10 identicon

Geir Haarde er orðið symbol, ekki aðeins fyrir þá vanhæfni (incompetence) sem hér hefur verið ríkjandi í ára raðir, heldur einnig og ekki síður fyrir þann hroka (arrogance) og lítilsvirðingu, sem valdastéttin sýnir þegnum landins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:59

11 identicon

Rétt Haukur,

Geir er aðeins táknmynd táknmiða helgimyndaklasturs alls fjórflokksins,

B, D, S (áður A) og V (áður G).  Djúpgerð þeirra allra er hin sama:

Afneitun, stundargræðgi, skeytingarleysi um hag almennings og meðfylgjandi lítilsvirðing gagnvart almenningi, EN samtryggð sérhagsmunagæsla flokkanna fjögurra að klóra hver öðrum á bak svo þeir verði státnir og roggnir sem leiguþý fyrir sérhagsmunagæslu fjármagnsklíkanna að níða almenning þessa lands

og algjör HUBRIS þeirra, sem allir vita að leiðir til falls að lokum. 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 17:22

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Áhugavert og það virðist vera að sumir Alþingismenn hafi ekki reiknað með það myndi reyna á lögin um Landsdóm / ráðherraábyrgð. Á meðan vitnaleiðslur stóðu yfir, man ég að formaður X-D var spurður að því í fréttum RÚV eða Kastljósi ( þá staddur á Alþingi) af hverju hann hefði samþykkt breytingar á þeim lögum ( fyrir nokkrum árum), savaraði hann á þann veg: ,, það var ekki reiknað með að það myndi reyna á lögin". Ég furðaði mig á því hversvegna þetta svar var ekki fyrirsögn netmiðla daginn eftir og geri enn. Mér þótti þetta svar svo áhugavert. 

Það sem ég hef hugsaði síðan var: voru þessi lög sýndarmennskan ein allan tímann ??? Til þess að almenningur hefði smá trú um að ráðamenn okkar þyrftu að sæta ábyrgð ? Til þess að réttlæta há laun og fríðindi þeirra vegna ábyrgðar ? Sem er núna alveg augljóst að aldrei mun gerast.  Aldrei.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.5.2012 kl. 23:34

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hjördís fjórflokkurinn stendur þétt saman um að vernda sína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.5.2012 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband